GSM-síminn er týndur!

Ég vildi nú bara koma því á framfæri við alla þá fjölmörgu, sem gera má ráð fyrir að hafi verið að reyna að hringja í mig á síðustu dögum, að gsm-síminn minn er týndur og búinn að vera það um nokkurt skeið.

Ég hef verið að reyna að muna hvenær ég sá hann síðast og hef komist að þeirri niðurstöðu að síðast talaði ég í hann þann 29. desember síðastliðinn.  Það var um það leyti sem ég gekk inn í hinn glænýja Staðarskála upp úr klukkan 19.

Svo keypti ég mér Staðarskálahamborgara og át hann.  Drakk Egils appelsín með.

Enginn í Staðarskála kannaðist við tækið þegar ég átti þar leið um þann 4. janúar síðastliðinn og hef ég úrskurðað símann glataðan að eilífu.  Fyrir liggur að versla nýjan, en ég tími því ekki, enda óheyrilegur kostnaður sem fylgir þessum símum.

En ég vil ekki að neinn móðgist á nýja árinu við mig af þeim sökum að ég svari ekki í símann og hringi ekki til baka, því hér er skýringin komin á hinu meinta sinnuleysi mínu.

Öll símanúmer sem voru í símanum er glötuð og ég því miður man ekki nema mjög lítinn hluta þeirra og mörg þeirra hef ég ekki fundið á netinu ... ennþá í það minnsta.
Ég mun þó hafa samband við alla þá sem það vilja og geta menn stungið að mér að hafa samband með því að senda mér tölvupóst, murenan@gmail.com ... svo mun ég auðvitað kaupa nýjan síma svona bráðlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband