Meiri jól 2008

Hátíðarhöldin halda áfram ...

Í gær var hangikjöt með tilheyrandi hjá Huldu systur og Mugga.  Alveg hrikalega gott!!

Myndirnar hér að neðan eru nú ekkert sérstakar en eru samt bestu myndirnar sem voru tekin í gær.  Þær eru teknar á svokallaðri "intelligent auto" stillingu, sem greinilega ekkert sérstaklega "intelligent" því alltaf þegar maður notar þessa árans stillingu verða myndirnar alveg ómögulegar.

P1010134 by you.

P1010136 by you.

Þetta jólaboð var alveg einstaklega skemmtilegt ... margir brandarar fuku og almennt góð stemmning.  Ekkert var rætt neitt um kreppumál, sem er nú eiginlega farið að teljast til forréttinda!

Í dag skruppum við svo upp á Grjóteyri.  Þar var síðasta jólaboðið ... eða kannski næstsíðasta ... annars er nú ekkert kappsmál að klára þau, því þau eru svo gríðarlega skemmtileg!

Hér er dóttirin ... fyrsta myndin af henni á Grjóteyri ... uppi í rúmi að lesa ...

P1010141 by you.

Og svo er hér ein af borðhaldinu ... en þar voru viðstaddir Hulda, Toppa, Erna, Leifur, Bína, Snorri, Maríana, mamma, Lauga og ég en þau tvö síðastnefndu eru ekki á myndinni.  Lauga var að svæfa Guddu og ég er bakvið myndavélina!

P1010153 by you.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband