26.12.2008 | 02:19
Jólin 2008
Það eru heldur betur búin að vera veisluhöld núna ...
... frábær aðfangadagur heima hjá Toppu systur í gær. Þar var boðið upp á hreindýrakjöt og með því. Alveg brjálæðislega góður matur!!
Svo hófst alveg rosalegt pakkaflóð, þar sem dóttirin tók við 15 jólagjöfum af öllum stærðum og gerðum. Allir gjafir alveg einstaklega nytsamar og er öllum þeim sem þetta lesa og sendu dótturinni gjöf þakkað kærlega fyrir.
Í jóladressinu
Sydney in her Christmas dress
Fyrsti jólapakkinn á ævinni opnaður!
Sydney opens up her first Christmas present ever ... !
Með öllum jólagjöfunum
Sydney and her fifteen Chistmas presents
Jóladagur hefur verið nokkuð stífur hvað heimsóknir varðar. Við fengum okkur að venju góðan jóladagsmorgunverð. Meðan við gæddum okkur á æðislega góðu "leverpostej" frá Dísarásnum, sat fröken Guðrún og las bók ...
Lesið á jóladagsmorgun ... og lestrarefnið ekki af verri endanum "Fyrstu orðin mín"
Reading on Christmas Day morning ... she was very busy reading the book "My First Words"
Svo fórum við til Sigga Líndal og Maríu. Þar var æðislega góður kalkúnn ... algjört lostæti!
Þessi jólaboð hafa verið haldin lengur en elstu menn muna og verða betri með hverju árinu sem líður ...
Úr jólaboðinu hjá Sigga Líndal og Maríu ...
From my uncle´s Christmas party
Önnur úr jólaboðinu ...
Another photo from the Christams party ...
Eftir jólaboðið komum við heim og undirbjuggum okkur fyrir annað jólaboð ... að þessu sinni til Stebba og Steinu ...
Með ömmu
Sydney and grandma
Í heimsókn hjá Steinu, Stebba, Snorra og Trausta á jóladagskvöld
Visting Steina, Stebbi, Snorri and Trausti on Christmas Day evening
Bræðurnir Snorri og Trausti ... ótrúlega skemmtilegir frændur
Our favorites ... Snorri and Trausti
Alltaf gaman að hitta fjölskylduna í Garðabænum ... allir hressir. Sumir gripu í spil, meðan aðrir spjölluðu saman ... afskaplega notalegt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.