24.12.2008 | 02:16
Þorláksmessukvöld
Mér finnst ég vera alveg rosalega lítið gefinn fyrir jólahald ...
Þetta árið tekur þó steininn úr hvað varðar áhugaleysi fyrir jólum. Það gjörsamlega vottar ekki fyrir jólastemmningu ... hún er algjörlega núll ...
Ég skrapp að sækja pakka frá Stebba bróður í kvöld niður á BSÍ. Rútan sem átti að vera mætt klukkan 11, kom klukkan 12 á miðnætti, sjálfsagt eftir mikla svaðilför frá Akureyri, því veðrið er nú ekki beinlínis í jólaskapi ... ausandi rigning, hífandi rok og svona 4°C hiti ...
Til að stytta mér stundir horfði ég á tvo herramenn slást fyrir utan BSÍ, meðan ein æpandi kærasta hljóp í kringum þá og BMW sem þeir höfðu, áður en slagsmálin brutust út, setið saman í.
Þetta var nokkkuð athyglisverð atburðarrás, sem endaði með því að annar þeirra staulaðist inn í anddyri BSÍ og lagðist þar niður ... svo kom löggan og þegar ég yfirgaf svæðið, sat parið í hrókasamræðum inni í lögreglubíl.
Svona hafði þetta fólk ákveðið að verja Þorláksmessukvöldið árið 2008 ...
Það ber þó ekki að skilja þennan pistil minn þannig að ég sé á móti jólum og helgihaldi. Því þvert á móti er ég mikill aðdáandi jólanna og boðskaps þeirra.
Mér finnst bara jólin hafa verið dálítið eyðilögð ... því mér finnst boðskapur þeirra gleymast í einhverju óþarfa gjafafylleríi. Satt að segja væri ég miklu frekar til í að það fólk sem gefur mér veraldlegar gjafir myndi frekar gefa mér samverustund. Sú samverustund þyrfti ekki að vera löng, kannski bara jafnlöng þeim tíma sem eytt er í að finna jólagjöf handa mér.
Samverustund í smástund þar sem innihaldsríkt umræðuefni bæri á góma og fólk gæti hlegið saman og jafnvel drukkið kakó ...
Mér finnst svona gjafir vera í anda jólanna eins og ég skil þau. Þetta er hátíð ljóss og friðar. Þetta er tími, sem á að fara í að rækta vináttu og tengsl. Tími sem á að minna okkur á allt það góða sem er í kringum okkur. Þetta er tími sem fólk á að fara inn á við, finna innri frið og hugsa um það sem skiptir máli í lífinu.
Veraldlegar gjafir munu aldrei vera í fyrsta sæti yfir það sem skiptir mestu máli ...
... það er fólkið sem er og verður alltaf í fyrsta sæti.
Í lokin eru hér tvær myndir af dótturinni ... sem er alveg í banastuði þessa dagana ...
Þess má geta að hún er nú komin með tvær tennur í neðri góm, og hefur amma hennar og nafna boðist til að greiða henni svokallað tannfé ...
... já, það má greiða fólki fyrir hin minnstu viðvik ... það er alveg ljóst!
These days, Sydney is getting two teeth, as you can probably see at the photo below. She seems to be quite happy about the teeth. Obviously her grandmother is very happy about these teeth and has announced that she will pay Sydney unknown amount of money for "being so hard working"?!?!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.