Svipmyndir frá Sydney

Fyrir nokkrum vikum, við erum að tala um tímann þar sem Björgólfarnir þóttu ennþá vera töff, lallaði Lauga sér út í búð og keypti litla myndavél, sem út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi ... nema fyrir eitt ...

... og sjálfsagt hafa lesendur þessarar síðu orðið varir við þetta "eina" ...

Í litlu myndavélinni er videotökuvél!!  Ójá!!

... og síðan hafa ófáar myndaklippur verið teknar ...

Fyrir skömmu datt okkur svo í hug að búa til lítið myndband um Sydney, það er að segja borgina ... ekki dótturina ... og má sjá það ef "klikkað" er á myndina, hér fyrir neðan.

Það sem er þó nokkuð gremjulegt, er hversu döpur upplausnin er.  Úr myndavélinni koma þessar fínu myndir, en um leið og búið er að skeyta þeim saman og vista samanklipptu bútana, þá snarversnar upplausnin ...

En jæja, ... myndefnið er með afbrigðum gott og skemmtilegt og ætti það að vega allhressilega upp laka upplausn ...

 

 Læt þetta duga að sinni ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Still have to work on my Icelandic skills, so no clue what you guys were saying :-) But loved the video clip!! You're so going to miss that stunning city, I still do.... But Europe is great too ;) Chat soon!!

PS. Haha, now I have to count in Icelandic to post this message, brilliant!

Karin (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:26

2 identicon

Það er leiðinlegt að maður skuli ekki hafa haft tækifæri til að heimsækja ykkur elskurnar, en þið sleppið sko ekki við heimsókn í næsta útlandi!! Hlakka til að sjá ykkur hér heima á klakanum, það verður engin kreppa í knúsi og fagnaðarlátum þegar þið komið

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband