Tæknivandamál

Ekki fór þetta nú vel ...

... ég var langt kominn að rita hugleiðingar mínar um ofurjákvæðni, þegar blessuð tölvan tók upp á því að þurfa að stöðva Internet Explorer fyrirvaralaust.  Það var víst einhver Flash Player sem var að vefjast fyrir henni.

Færslan, og þar með svona 40 mínútna vinna, hér í morgunsárið í Sydney, er því farin út um gluggann ...

Kannski hafa bara máttarvöldin tekið málin í sínar hendur ... færslan hefur einfaldlega ekki verið nægjanlega góð ...

En þegar aðstæður sem þessar koma upp, er mikilvægt að hafa ofurjákvæðni í handraðanum ... ég leyfi mér að segja að hún bjargaði tölvunni frá því að lenda í veggnum.
Í sannleika sagt, þá yppti ég bara öxlum og strauk létt yfir augun með hægri höndinni, meðan ég dásamaði tæknina í huganum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband