Hittingur í Balmain

Fyrsti "foreldrabarnapara"-hittingurinn, sem ég fer á ævi minni, var staðreynd í dag á Dick´s Hotel í Balmain.  Já, í dag hittum við fólk sem var með okkur á foreldranámskeiði á Royal Prince Alfred Hospital í vor. 

Tilurð þessa hittings er sú að síðan námskeiðinu lauk hafa mæðurnar hafa haldið hópinn og hittst reglulega, víðsvegar um Sydney, til að deila reynslusögum.  Og nú var komið að því að draga feðurna á flot og "láta þá hittast", eins og það er mjög gjarnan orðað ...

Að mínu mati var hittingurinn hins vegar svona passlega skemmtilegur ... þrátt fyrir að hópurinn lofi verið skemmtilegur.  Það sem gerðist þarna á Dick´s Hotel var einfaldlega það að ég brá mér því hlutverk þess þögula og sagði lítið sem ekkert allan tímann, sem við vorum þarna ... sem er auðvitað ávísun á að samverustundin verður ekki eins skemmtileg eins og hún gæti hafa orðið.

P1000872 by you.

Á meðan ég sat og hlustaði á fólk tala, taldi ég mér trú um að það tæki því ekki að vera að kynnast þessu fólki, því við erum að fara að yfirgefa "pleisið" og sennilega mun ég ekki hitta þetta fólk aftur ... sennilega.
Ég nennti því ekki að leggja neitt á mig ...

... eða það taldi ég mér allavegana trú um. 
Þegar ég hugsa um þetta eftir á ... það er ég ekki jafn sannfærður ...

... ég tel að þetta hafi frekar verið feimni. 
Ég verð bara að segja það að ég er alltaf að komast betur og betur að því að ég er bara alveg drullufeiminn og á erfitt með að kveða upp rausn mína í fjölmenni ... ég tala nú ekki um þegar umræðan er á ensku. 
Í slíkum aðstæðum er nefnilega alveg ómögulegt fyrir mann eins og mig, sem þorir ekki að taka sjénsinn á að segja einhverja vitleysu, að skjóta inn athugasemdum og þannig vera virkur þátttakandi í umræðunum ...

Komist ég hinsvegar af stað í umræðum í fjölmenni, þá er eftirleikurinn auðveldur, hindrunin felst í því að komast af stað ... og allt of oft leyfi ég mér að sitja hjá í umræðunni ...

---

En nóg af þessum vangaveltum ...

Við Lauga ákváðum að ganga til Balmain og var sú för heldur lengri en við áttum von á eða rúmir 13,5 km.  Það tók dágóða stund að komast á staðinn og heim aftur ... en það var allt í lagi, því við gátum rætt saman um óhemju skemmtilega og/eða gagnlega hluti á leiðinni, þá sérstaklega á bakaleiðinni.

Í gær skruppum við í mjög góðan göngutúr um nágrennið ... fórum meðal annars í Centennial Park og þar tókum við þessa glæsilegu mynd!

P1000812 by you.

Það ætti því að vera ljóst að við höfum gengið talsvert um þessa helgi ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferlega sæt mynd af ykkur! Ji hvað ég hlakka til að sjá ykkur í des!!

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Sömuleiðis!!!! :D

Páll Jakob Líndal, 10.11.2008 kl. 09:59

3 identicon

Öðruvísi mér áður brá!! Ef ég hefði verið beðinn um að nefna einhvern sem ég þekki sem er laus við feimni, hefði ég að öllum líkindum nefnt þig....þe. áður en ég las færsluna:) Þú ert líklega leyni-feiminn (eins og t.d. Laddi) því þú ert iðulega hrókurinn á mannamótum...finnst mér að minnsta kosti  

Stjóri (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband