8.11.2008 | 02:14
5 mánaða afmælið
Í gær var haldin afmælisveisla hér í Bourke Street ... jebbsss ...
Lesendur þurfa nú ekki að vera neitt sérstaklega hugmyndaríkir til að átta sig á hver átti afmæli en svona til að upplýsa þá sem það ekki vita, þá á síðuhaldari afmæli 14. desember ár hvert og Lauga á afmæli 6. mars sömuleiðis ár hvert ...
... hver er þá eftir?
... Skúli Óskarsson ... já það er rétt GHPL, sem stundum er kölluð Skúli Óskarsson, átti afmæli og varð hvorki meira né minna en 5 mánaða ...
Gestum var boðið til veislunnar og var mikið húllumhæ, eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Sydney´s 5 months birthday party ... a lot of guests and a lot of fun!!!
Það var líka ljósmyndari á staðnum og tók hann þessar myndir ...
Athugasemdir
Þú hefir ekki gott af því að éta þessa köku einn með bangsahóp það væri nær að bjóða frændum sínum í ammæliskökuát.
Til lukku með 5 mánuði hef heyrt að 5-6 mánaða sé mjög krefjandi tími hlaðinn spennu yfir næsta ammæli.Nikki (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:17
Þið eruð frábær!!!
Til hamingju með daginn ;o)
Anna Klara (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:20
Þegar þetta er skrifað er kakan búin og ég fullyrði að ég fékk ekki einn einasta bita af henni ... Lauga, Guðrún og bangsaskarinn sáu um hana.
Allt sem ég fékk að gera var að skera kökuna, setja á diska og færa gestum og gangandi!!
En næsta afmæli verður á Íslandi og verður umræddum frændum þá boðið ... en fyrst þarf tilvonandi afmælisbarn að skreppa til Nýja-Sjálands, Hong Kong, Tyrklands, Grikklands og Englands ... svo kemur afmælið!!
Páll Jakob Líndal, 9.11.2008 kl. 01:40
Til hamingju með afmælisáfangann elsku rófa!!!
Svo gaman að fá að fylgjast með ykkur - hlökkum til að sjá ykkur um hátíðarnar!
KramS;
Konráð Breki og familinskí!
SIgga Dóra og co (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.