Til ömmu. Frá Guðrúnu.

Dóttirin ákvað í kvöld að rita ömmu Steinu á Sauðárkróki bréf á tölvuna.

Það var reyndar orðið nokkuð framorðið þegar bréfritun hófst en bréfritari reyndi allt sem hann gat til að koma hugsunum sínum niður á blað.  Loks örmagnaðist hann, og grátur hófst ...

Þá mætti ofurmóðurin og tók þá stuttu í kjöltu sína og bar hana inn í svefnherbergið.  Þar var grátið góða stund, fyrst og fremst af þreytu en loks náði Óli Lokbrá yfirhöndinni.  Gudda Lín sveif inn í draumaheiminn og hefur verið þar síðan ...

Mér er það hins vegar bæði ljúft og skylt að koma þessu bréfi til ömmu Steinu.  Sjálfur setti ég viðeigandi viðbætur en meginmál bréfsins er nákvæmlega eins og bréfritari skildi við það.

Bréfið er á þessa leið:

---

Sydney, Ástralíu 26. október 2008

Elsku amma

æðððy7uu2

Kær kveðja,
þín Guðrún

---

 

Svona hljóðaði fyrsta bréfið sem dóttirin ritaði ... ekki amaleg skilaboð þarna á ferðinni og ég er handviss um að amman skilur nákvæmlega hvert efni bréfsins er ...

Ekki er úr vegi að birta nokkrar myndir af bréfritara, til að "slútta" færslunni.

IMG_9060 by you.

IMG_9056 by you.

P1000631 by you.

P1000627 by you.

P1000622 by you.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ ÖMMU STELPA!

Takk fyrir þettað frábæra bréf amma er mjög stolt af þér og afi líka.

Knús og koss bíð eftir að getað faðma þig þagar þú kemur heim.

Biðjum að heilsa hinum.

                                         Ástar kveðjur amma

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband