12. október og meira frá Cairns

Þessi sunnudagur hefur liðið hratt og örugglega ...

Hann byrjaði stundvíslega kl. 7 í morgun á samverustund með dótturinni, og ritun bloggfærslu sem birtist upp úr klukkan 9.30 að staðartíma hér í Sydney.

Um 11-leytið komu svo Fjóla & Neil og Nick & Rosa í morgunmat til okkar.  Það var frábær samverustund sem við áttum úti á svölunum í glampandi sól og góðum hita.  Ekki amalegt það ... reyndar varð þessi morgunverður til þess að við Lauga ákváðum að við eftirleiðis myndum við borða "breakfastinn" úti á svölum.

IMG_8967 by you.

Svo má geta þess að í dag eru nákvæmlega 12 ár síðan við Lauga hittumst í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrsta sinn.  Það kvöld elti ég hana á röndum um öll salarkynni Leikhúskjallarann, uns klukkan var að detta í 3 og ljóst var að "geimið" yrði senn á enda.  Þá var ekkert annað en að hrökkva eða stökkva ... framhaldið ætti að vera nokkuð augljóst ...

En það er gaman að segja frá því að þetta kvöld var Lauga nú ekkert endilega til í að hitta mig aftur ... en Magga vinkona hennar fann miða og skrifaði þar símanúmerið og lét mig hafa.  Þennan miða á ég enn í fórum mínum!!
Tveimur dögum seinna mannaði ég mig upp í að hringja í þetta ágæta númer og átti við framtíðarspúsu mína eitthvert það vandræðalegasta samtal sem ég hef átt um ævina.  Ég held að ég hafi spurt hana svona tuttugu sinnum á tveimur mínútum: "Jæja ... (þögn) ... og hvað segirðu?"

Ekki tók svo betra við að þegar við skruppum í fyrsta skipti saman á kaffihús ... Lauga fullyrðir að ég hafi ullað á sig, við það tækifæri!!  Sjálfan rámar mig nú ekkert í það ... en hún er alveg viss í sinni sök og segist hafa misst andlitið við þennan gjörning minn ...

... en einhvern veginn gekk þetta nú samt ... og 12 ár eru liðin síðan ...

Þegar morgunkaffinu lauk, ákvað ég að drífa mig niður í skóla og halda áfram vinnu minni þar og lauk ég henni upp úr kl. 21 í kvöld. 

Þá var borðaður hallæris- og kreppumatur hér í Bourke Street ...

---

Hérna er linkur inn á video sem ég setti saman af ferð okkar út á Great Barrier Reef ... eins og ég sagði var sú ferð góð, þrátt fyrir að við hefðum ekki getað kafað eins og okkur langaði. 

En maður ætti nú ekki annað eftir en að vera að vorkenna sjálfum sér vegna þess ... nú á maður bara að þakka fyrir að vera heilbrigður og eiga góða að.
Raunar hef ég áttað mig eftir að ég kom hingað til Sydney hversu mikilvægt það er að eiga góða að ... eða kannski væri réttara að orða það þannig að ég átti mig betur en áður hversu mikilvægt það er að eiga góða að ...

Við Lauga höfum ákveðið að fara aftur út á Great Barrier Reef til að kafa ... hvenær það verður er þó með öllu óvíst ... 

Ein mynd af dótturinni í lokin ...

IMG_8703 by you.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband