Hari Raya

Í dag er Hari Raya, sem markar endann á hinni árslegu föstu múslima, Ramadan og upphaf hátíðarhalda til að fagna nýju ári.  Sum sé mjög mikið um dýrðir á þeim bæjunum.

Af tilefni þessara tímamóta bauð vinur okkar Azman og kona hans Ayu okkur þrenningunni, mér, Laugu, Sydney ásamt Chumporn skólabróður mínum til veislu heima hjá sér á Addison hótelinu í Kensington.

Matarboðið hófst stundvíslega klukkan 12 á hádegi og var svo sannarlega vel útilátið, bæði í mat og drykk.  Ayu, sem átti reyndar afmæli í dag, hafði eldað alveg frábæran mat, sem ég kann nú varla að greina frá.

Þetta var í stuttu máli sagt, alveg frábært matarboð ... allt öðruvísi heldur en öll önnur matarboð sem ég hef farið í.  Þarna réðu malasískar hefðir ríkjum.

Spjallað var um allt milli himins og jarðar, hlegið, rosalega margar myndir teknar, borðað og drukkið.

Meðal þess sem við ræddum um voru Múhammeðsmyndirnar sem birtust í Jyllands Posten í fyrra.  Ég spurði Azman hvað honum fyndist um þær.
Svar hans var mjög athyglisvert: "Mér er alveg sama um þær, en ég umber þær.  Þetta eru ólíkir menningarheimar sem takast hér á og það er bara þannig að það er ekki hægt að stjórna öllu.  Það er einmitt stærsta vandamál heimsins, að fólk er alltaf að segja öðrum hvernig þeir eiga að haga sér.

Mér finnst þetta rosalega gott svar hjá honum, hér talaði hinn umburðarlyndi múslimi, Azman.
Ég nefni þetta svona sérstaklega vegna þess að mér hefur alltaf blöskrað þegar fólk í öðrum trúarhópum úthrópar múslima sem eitthvað sérstaklega hættulegan hóp manna.  Auðvitað eru til slæmir múslimar.  Ég heyrði til dæmis um daginn konu fullyrða í útvarpinu að moskur, svona gegnum sneitt væru uppeldisstöðvar hryðjuverkamanna ... já hún fullyrti það fullum fetum að allar moskur í heiminum væru fyrst og fremst uppeldisstöðvar hryðjuverkamanna!! 
Það gerist ekki oft, en ég saup hveljur yfir þessum málflutningi ...

Því miður gleymdi ég að spyrja Azman út í þetta ... en ég mun gera það.

Hvað sem öllu líður þá ætla ég að leyfa mér þann munað að halda að það séu til góðir múslimar. Ég ætla að leyfa mér að halda það að hvort múslimar séu góðir eða slæmir ráðist af persónu hvers og eins, en ekki af einungis af trúarbókstafnum.

Persónuleg reynsla mín af þeim hingað til er góð og sem dæmi leyfi ég mér að fullyrða að Azman og Ayu eru eitthvert það best innrætta fólk sem ég hef hitt.  Þau gera hlutina frá hjartanu og eru svo rosalega sönn í tali sínu og athöfnum.

Hér eru nokkrar myndir frá boðinu ...

 

 
P1000279 by you.
Sydney er þarna með Azman frænda og Ayu frænku.  Þau spurðu hvort Sydney þyrfti nokkuð að fara með til Íslands í nóvember.  Þau voru tilbúin að taka hana í fóstur.
Sydney, Uncle Azman og Auntie Ayu.  They said they are ready to take care of Sydney if she does not want to go to Iceland in November ... let´s think about that!!
 
P1000277 by you.
Hér er dóttirin með Chumporn frænda ...
Sydney and Uncle Chumporn.
 
P1000290 by you.
Afmælisbarnið blæs á kertin.
Today was Ayu´s birthday, and here she is trying to blow the candles.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband