Heimferðin

 Jæja, þá erum við Sydney-búar búnir að kaupa okkur far til Íslands.  Það skal tekið fram að farið var ekki keypt í dag, eftir fall krónunnar um 4% eða eitthvað álíka, heldur þegar krónan var talsvert sterkari en hún er nú ... ekki svo að skilja að hún hafi verið eitthvað sérstaklega sterk þá ... hún var bara sterkari!

En hvað um það ... ferðaplanið er eftirfarandi ...

Þann 25. nóvember næstkomandi verður lagt í 'ann og flogið til Auckland á Nýja Sjálandi.
Það er sameiginlegt álit okkar Laugu að við verðum að fara til Nýja Sjálands úr því við erum hér í Ástralíu. 
Dvölin í Auckland verður þó í styttra lagi aðeins einn dagur eða svo.

Þaðan verður flogið til Hong Kong.
Þar munum við dvelja í nokkra daga, skoða okkur um og njóta lífsins.  Kannski skreppa yfir landamærin til Kína í einn dag, bara svona upp á sportið.  Slík ferð er þó háð því að hægt sé að fá "express visa", en einhvers staðar sá ég að slíkt gæti verið mögulegt.

SYDHKG by you.

Þann 30. nóvember verður svo flogið til Istanbúl í Tyrklandi.  Þar munum við stoppa í einn dag, áður en við höldum áfram til Aþenu á Grikklandi.
Í Aþenu verður stoppað í nokkra daga.  Helstu kennileiti skoðuð og haft gaman.

HKGATH by you.

Þann 4. desember, verður svo farið frá Aþenu til London, dvalið þar eina nótt, og þann 6. desember verður lent á Keflavíkurflugvelli.

ATHREY by you.

Þá má búast við að um 17.000 km hafi verið lagðir baki.

Vonumst við eftir að sjá fullskipaða móttökunefnd á vellinum.  Gott væri ef fólk færi að tala sig saman, ... hverjir eiga að redda lúðrasveitinni.  Æskilegt væri að hafa eftirfarandi óskalög í huga: "Öxar við ána", "Adam átti syni sjö" og "I stole your love" með KISS.  Þá þarf að fara að pæla í hverjir koma með blöðrur, gos og sælgæti.  Einkennisfatnaður væri æskilegur og þyrftu helst fjórir burðarmenn að vera á staðnum til að annast farangurinn.  Nuddari væri vel þeginn, sem og vistvænt sjampó.

Fínt væri einnig ef Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og formaður Tollvarðarfélagsins yrði viðstaddur og stæði heiðursvörð.  Og ef félagi Dóri gæti reddað því að Eiríkur vinur sinn væri í tollgæsluhliðinu þá væri það einnig mjög gott.

Læt þetta duga í bili ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilaboðunum verður komið áleiðis til Guðbjörns Guðbjörnssonar yfirtollvarðar strax í dag!

Anna Klara (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Frábært Anna Klara ... kærar þakkir!!! :D

Páll Jakob Líndal, 30.9.2008 kl. 10:02

3 identicon

ohhhhhhhh neiiiiii, ykkar mun vera SÁRT saknað hér í Sydney! Geggjað ferðalag hjá ykkur!! Annars var Neil að spyrja hvort þið ætlið að taka Sydney með ykkur eða ekki? Við getum alveg litið eftir henni ef hún verður eftir, hlökkum til að hitta ykkur þríeykið á Fimmtudagskvöld í fish and chips!! knús!

Fjólaaaa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 01:41

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Sydney Houdini hefur spurt hvort það sé möguleiki að verða eftir ... það mál er í athugun hjá foreldrunum.  Okkur finnst hún tæpast vera orðin nógu stór ennþá ... en sjáum til :D

Páll Jakob Líndal, 1.10.2008 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband