25.9.2008 | 07:12
25. september 2008
Þessa dagana rifjast það hratt fyrir mér af hverju ég á meira 1000 klst af efni sem ég tók upp á árabilinu 1988 - 1992 ... það er alveg hrikalega gaman að taka video ... og að klippa er jafnvel ennþá skemmtilegra.
Ég reyndi að klippa töluvert af efninu, sem ég tók upp á sínum tíma. Það var gert með því að tengja videokameruna við videotæki og ýta svo á "play" og "pause" til skiptis. Nokkuð stirðbusaleg aðferð, enda afraksturinn í samræmi við það ... en fyrir um 20 árum var bara fátt annað á boðstólnum, svona fyrir amatöra.
Reyndar man ég eftir að hægt var að kaupa lítið klippiborð í Faco á Laugaveginum fyrir nokkra tugi þúsunda. Ég renndi oft hýru auga til þess, en fjárhagurinn leyfði ekki slíkt.
Nú er öldin hinsvegar önnur. Tölvur og stafrænar tökuvélar leysa þetta allt af hólmi og því er hægt að klippa saman oggulítil myndbönd á "no time" ...
Ég skellti einu svoleiðis saman á innan við 10 mínútum, bara svona til að sjá hvað væri hægt að gera.
Myndbandið er hér ... en ...
... "nobody is an unbeaten bishop" sagði Hjalti Úrsus kraftajötun, einu sinni í viðtali. Það sannast núna ...
... ég er búinn að klippa sama myndbandið 6 sinnum, hlaða því 3 sinnum inn á www.flickr.com og einu sinni niður á www.youtube.com ... en allt kemur fyrir ekki ... hljóðið vill alls ekki verið í "sinki" við myndina.
En þetta er örugglega það allra besta sem gat komið fyrir ... því héðan í frá verður leiðin bara upp á við!!
... núna er ég að leita mér að einhverju almennilegu klippiforriti sem hægt er að nota. Windows Movie Maker "meikar" þetta ekki því myndavélin tekur upp á .MOV formati. Ég er því að nota eitthvað "djönk" sem fylgdi með vélinni.
Ef einhver lumar á góðu ókeypis klippiforriti, þá væru allar ábendingar vel þegnar ...
Athugasemdir
Get ekkert hjálpað þér við tæknivandamálin Bobbi minn en mikið er þetta nú skemmtilegt bíó hjá þér, aðalleikarinn er svo hrikalega sætur Mikið er hún dugleg að velta sér svona af maganum yfir á bakið - er að reyna að kenna Bjarna Jóhanni þetta en hann vill greinilega bara vera á maganum eins og selur....
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:57
Hljóðið er ekki í sinc því Windows Movie Maker nær ekki að sinca hljóð sem eru clippuni, bara hreinlega ræður ekki við það . best fyrir þig ef þú vilt vera"profesional" er að ná í SONY VEGAS. þarft háskólagráðu í eldflaugafræði til að fatta þig í gegnum það en minnsta mál að finna kennslubók á netinu. er með það á disk hérna :P bara því miður nenni ég ekki að hlaupa með það til þín ;) bara downloada þessu ^^*
ég nota þetta í mín video og afraksturinn er bara pure g3nius ;)
Stefán JR (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.