Um veður

Jæja, þá er vorið mætt hér í Sydney ... í dag hefur hitinn verið að skríða úr 14°C í morgun í 27,3°C núna rétt um hádegi þegar þetta er skrifað.  Nú þegar er því búið að slá hitametið sem sett var í Reykjavík þann 30. júlí sl.

En það vantar nú samt meira en 20°C upp á til að heimsmetið í hita, sem er í eigu Líbýu, verði slegið en samkvæmt öruggum heimildum er það 57,7°C.  Svo glæsilega vill til að hitametið var einmitt sett þennan dag, það er 13. september, árið 1922.

Það vantar líka talsvert upp á að ástralska hitametið verði slegið en það met er frá árinu 1960.  Þann 2. janúar það ár mældist hitinn í Ooddnatta í Suður-Ástralíu 50,7°C.

Hér í Sydney nær hitastig aldrei þessum hæðum sem betur fer, en getur þó orðið býsna hátt, allavegana fyrir fólk með íslenskt blóð í æðum.  45,3°C er það hæsta sem mælst hefur í borginni, og átti það sér stað þann 14. janúar 1939. 

En síðan við komum hér til Sydney hefur hitinn ekki farið hærra en 36°C, og verð ég að viðurkenna að það var nú alveg orðið vel passlegt.  Mér leið eins og inni í bakaraofni.
Þegar við fórum til Melbourne í mars var hinsvegar boðið upp á enn meiri hita eða í kringum 40°C.

Ég verð samt að segja að mér fannst 36°C í Sydney mun heitara en 40°C í Melbourne, en ólíkt rakastig getur ef til vill skýrt þessa upplifun.

Læt þetta duga af veðri og veðurmetum ... það má þó nefna það að veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 30°C í dag, og mun þrumuveður fylgja í kjölfarið.
Sum sé fjör!!!

IMG_8451 by you.
Guðrún skreppur út á svalir á bleyjunni einni klæða í fyrsta skipti ...

IMG_8454 by you.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband