2. september 2008

Í dag komst ég að því að það er eitthvað til sem heitir þrívíddarprentari.  Já, dömur mínar og herrar, það má vel vera að allir þeir sem lesa þessa færslu viti að þrívíddarprentarar eru til og hafa verið til um nokkurt skeið, en ég hef ekki vitað það.
Það var magnað að sjá eina af afurðum prentarans, 20 cm háa frelsisstyttu úr gifsi ...

... hingað til hef ég bara haldið að væru til prentarar sem prenta út í tvívídd ... það er að segja á venjuleg blöð.  En maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi ...

... það var alveg rétt sem vörðurinn á Central-brautarstöðinni sagði við mig um daginn þegar ég lýsti undrun minni á farmiðafyrirkomulagi á stöðinni og sagðist aldrei hafa heyrt um svoleiðis lagað fyrr, en þá sagði hann armæðulega: "Jú, jú, maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi".

Undirbúningur fyrir Sydney-hálfmaraþonið er í fullum gangi þessa dagana ... maður er að taka 10 km tvisvar í viku milli 8 og 9 á morgnanna og lengri vegalengdir um helgar.  Ekki reikna ég með að ég setji heimsmet að þessu sinni, en ef ég myndi skila mér í mark á innan við 2 tímum, þá væri það bara ásættanlegt.  Undir 1:50 klst væri mjög ásættanlegt.
En aðalatriðið nú er bara að fara í þetta blessaða hlaup og klára það ...

Þessi færsla er nú frekar þunnur þrettándi ... því ég hef eiginlega ekki tíma til að skrifa hana, hvað þá að setja inn einhverjar myndir.  En koma tímar koma ráð.
Dóttirin og móðir hennar eru í miklu stuði þessa dagana, ... mér fannst ég rosalega fyndinn þegar ég skrifaði í pósti til Auðar vinkonu minnar að dóttirin yxi eins og haugarfi.  Auður er nefnilega garðyrkjufræðingur, og reyndar ritstjóri líka, og ég er viss um að henni þótti þetta fyndið. 

Móðir dóttur minnar vex líka eins og haugarfi ... líkamsþróttur hennar vex dag frá degi, enda er hún komin með hjóladellu.  Svo er hún líka með alls konar aðrar dellur, svo sem massífa nudddellu og nálastungudellu ... vill ólm kynna sér betur þessi fræði ... sem er náttúrulega frábært!

Reyni að bjarga þessu með einni mynd til málamynda, þó svo ég hafi sagt hér að ofan að ég hefði ekki tíma til að setja inn myndir ... en ég hef það svo sterklega á tilfinningunni að ef ég skýt inn einni mynd af mæðgunum, þá geti ég reddað málunum auðveldlega.
Það stenst þær enginn ... ég er viss um það ...

IMG_8035 by you.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sætu sætu sætu... ég get ekki beðið eftir að fá að hitta litlu frænkuna mína :*

og ykkur líka náttúrulega!!!

Steina Vala (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:44

2 identicon

Svo gaman að skoða myndirnar af Sidney :)

Ég held hún sé með vaxtarlag móður sinnar! Svona fallega langa fótleggi :) og svo finnst mér nefið soldið líkt mínu... eeeen augun eru kannski föðurins??? eða hvað??

SteinaVala (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Ég er náttúrulega með það alveg á hreinu að barnið hefur vaxarlagið mitt ... bæði löng, grönn og tignarleg!! :D

Fjóla sagði við okkur Laugu í morgun að sér fyndist Sydney hafa augun frá Laugu og höfuðlagið frá mér ... sem þýðir að hún er með sama höfuðlag og Steina frænka og amma Guðrún.  Alltént sýnist sitt hverjum í þessum málum :D

Páll Jakob Líndal, 3.9.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband