20.8.2008 | 12:48
Ísland á ÓL 2008
Skyldu þeir ná í verðlaunapening? Ef ekki núna hvenær þá?
Frábært að þetta blessaða handboltalandslið okkar sé að ná þessum góða árangri ... það eru svo sannarlega menn þar innanborðs, sem eiga það fyllilega skilið að landa einni orðu eftir alla vinnuna og eljusemina gegnum tíðina.
Liðið sem bókstaflega var jarðað í EM í janúar síðastliðnum, hefur svo sannarlega risið upp úr öskustónni ... en Evrópumeistararnir eru farnir heim.
Þrátt fyrir þennan frábæra árangur fær Ísland samt ekki að taka þátt í HM 2009 ... eða hvað?? Það skyldi þó aldrei opnast einhver glufa, eins og margoft hefur gerst á undanförnum árum ... enda vegir mótafyrirkomulags í alþjóðahandbolta með öllu órannsakanlegir ...
Fólk hér í Sydney heldur samt ró sinni og vel það ... fæstir vita sjálfsagt hvað handbolti er ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.