13.8.2008 | 13:38
Rannsókn og fyrirlestur
Héðan frá Sydney er allt fremur gott að frétta þennan daginn ...
Dagurinn hefur verið nokkuð annasamur hjá mér, þar sem ég hef verið að sinna hlutverki mínu heimafyrir og í skólanum.
Í dag tók ég til dæmis þátt í rannsókn hjá félaga mínum Chumporn, en hann er að vinna að doktorsverkefni sem fjallar um hegðun fólks í búðum, hvaða leið í búðinni það velur sér þegar það leitar að nytsamlegum hlutum og hvort birtustig í búðinni hefur eitthvað með þetta allt saman að gera.
Það var nokkuð skemmtilegt að taka þátt í þessu hjá honum, en ég fékk í upphafi innkaupalista og átti svo að fara í tiltekna búð og finna þá hluti sem nefndir voru á listanum á innan við 15 mínútum.
Ég fann sex af níu, sem Chumporn sagði bara nokkuð gott. Hann mun svo á næstu dögum leggjast fyrir hvaða leið um búðina, ég valdi mér meðan á leitinni stóð.
Já, og í gær átti ég stórleik ... ég ákvað að fara á fyrirlestur, einn af mörgum í fyrirlestraröðinni Sydney Ideas, og þar talaði Clive nokkur Hamilton um það hvort ríkidæmi og frelsi fólks færði því hamingju og gleði.
Geysilega athyglisvert efni að mínu mati og ég beinlínis iðaði í skinninu að heyra hvað Hamilton hefði fram að færa.
Því miður get ég ekki endursagt eitt einasta orð af því sem Hamilton sagði ... einfaldlega vegna þess að ég skildi ekki baun í erindi hans. Það tók mig svona eina mínútu að átta mig á því að viðfangsefnið var rætt út frá dálítið öðrum vinkli en ég hafði verið að vonast eftir.
Hamilton er nefnilega heimspekingur, ... ég hefði kannski átt að kynna mér það fyrirfram ... og hann ræddi hlutina fram og til baka allt út frá alls konar "ismum", sem ég kann engin deili á, vitnaði reglulega í Jean Paul Sartre, þann ágæta mann og tannhjólin í hausnum á mér stóðu blýföst ...
... en ég fæ þó punkt fyrir viðleitni ...
... annars er það alveg ótrúlega fúlt, hvað ég er ekki nógu góður í ensku ennþá ... um leið og umræðuefnið fer eitthvað pínulítið út fyrir hið ofurvenjulega dægurþras, þá stendur maður bara eins og glópur og skilur ekkert!!
Æi ... núna nenni ég eiginlega ekki að skrifa meira ... segi eitthvað skemmtilegt næst þegar ég blogga, klukkan er að detta í 23.30 ...
Redda þessu bloggi bara með myndum ... mér skilst að þær séu það vinsælasta á þessari síðu minni ...
... ég var líka að uppfæra www.palllindal.com ... lítur aðeins betur út núna, á samt eftir að gera fullt í viðbót ... kíktu þangað ef þú nennir.
Myndatakan undirbúin ...
... og svo er smellt af ... og myndefnið hinar geysifögru mæðgur!!
Símtal gærdagsins ... amman á Sauðárkróki á línunni ...
Fátt er það nú sem barnið hefur meira gaman af en að gera bakæfingar. Hér er mynd frá slíkri æfingu ...
Hamingjan skín úr andliti dótturinnar ... já eða ekki ...
Búið í bili ...
Athugasemdir
Litla rófan - mikið stækkar hún hratt!! Flott að sjá hvað hún er orðin dugleg að halda haus...en verið bara róleg í æfingunum...hér á þessu heimili er einn lítill gaur sem er ekki enn orðinn fimm mánaða gamall og varla skriðin í 6 kg, en þykist samt ætla að fara að skríða. Mér sýnist hann ætla að ná þeirri færni mjög fljótlega og hef því snarhætt öllum æfingum!!!! :D Langaði líka að segja þér Lauga mín hvað mér finnst þú líta vel út. Þú hefur nú alltaf verið dásamlega falleg, en ert, ótrúlegt en satt, samt enn fallegri nú en áður!! Skil það ekki, þar sem ég var á þessum timapunkti alltaf með bauga, skítugt hár og í náttfötum!!! :D
Þúsund krams,
Sigga Dóra og co.
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:06
Hæ,hæ.
Þið eruð öll æðisleg elskurnar okkar Það er ekki slæmt að hafa alldrei komið þarna út til ykkar samt er búið að mynda mann þarna hjá ykkur ekki slæmt það. Ástar kveðja til ykkar allra
Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:32
frábærar myndir ;) hlakka svooo mikið til að sjá þessa fegurðardís um jólin...
Sigrún Steingríms (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.