2ja mánaða afmæli

Jæja, þá hefur Guðrún Helga náð að fylla 2 mánuði og gott betur því þegar þetta er skrifað eru 2 mánuðir og 5 klukkustundir síðan hún rak fjólublátt höfuðið út í þennan heim.

Afmælisdagurinn hefði þó getað orðið ánægjulegri hjá blessaðri snótinni, því í dag þurfti hún að fara í sprautur ... bólusetja þurfti fyrir meðal annars mænusótt, heilahimnubólgu, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólgu B og lungnabólgu ... !

Eftir að hafa mætti í Home-bygginguna með bros á vör upp úr klukkan 14, þá breyttist stemmningin á broti úr sekúndu, þegar stungið var af öryggi í sitthvort lærið.  Að sögn sjónarvotta umturnaðist afmælisbarnið og mótmælti hástöfum þessari meðferð.  Síðan þá hefur það ekki verið til viðtals.

Engu að síður var reynt að bæta skaðann með því að halda upp á afmælið og komu góðir gestir í heimsókn.
Myndirnar segja meira en mörg orð.

IMG_7738 by you.
Lítil gleði var í upphafi veislunnar, eins og sjá má

IMG_7739 by you.
En svo tók afmælisbarnið til máls ...

IMG_7742 by you.

IMG_7744 by you.
Það fór nú svo á endanum að afmælisbarnið sofnaði ... gafst alveg upp á afmælinu

IMG_7752 by you.
Gestirnir ákváðu því að halda heim á leið og hér er Mixi að kveðja ...

IMG_7751 by you.
En viti menn ... meðan Mixi var að kveðja Guðrúnu, þá rankaði hún við sér ...

IMG_7753 by you.
Afmælisbarnið sofnað aftur og gestirnir horfa af andakt ...

Og svo er ein í lokin af því þegar Sydney ákvað að lesa sjálf ... en eftir að hafa hlustað á upplestur úr Roklandi eftir Hallgrím Helgason fékk hún lestrardellu.
Þá er gott að geta gripið í bókina "Dýrin á bænum", sem skagfirskar vinkonur sendu alla leið til Ástralíu.

IMG_7734 by you.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með daginn !!! þetta eru frábærar myndir af afmælisbarninu....og gestum

kossar og knús til ykkar frá okkur

Abba og fj. (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband