30. júlí 2008

Þegar ég kom heim eftir langan og strangan dag við að reyna að leysa vandamál heimsins, þá bráðnaði hjartað, meira en venjulega, þegar ég hitti dóttur mína og móður hennar ... þær mæðgur höfðu skroppið í skemmtiferð í dag ... fóru að hitta vinkonur, sem höfðu verið með okkur á foreldranámskeiðinu og tiltölulega nýborin börn þeirra ... og komu við í einni verslun og versluðu bol nokkurn (sjá mynd til frekari skýringar)

IMG_7505 by you.
Mér skyldist á Laugu að Guðrún hefði valið þennan bol sjálf ... !!!

Það er nú ekkert hægt að standast þetta ... jæja, að minnsta kosti get ég það ekki!!!

Annars er það helst í fréttum að nú er heljarmikið æfingaprógramm í gangi yfir litlu dömuna, og snýst allt um það að styrkja bak hennar.  Ástæða þessa er að í síðustu viku var farið í eftirlit og móðurinni tjáð að styrk í baki væri ábótavant.  Snúa þyrfti barninu á magann að minnsta kosti 3 - 4 sinnum dag hvern.  Eitt skipti, eins og þáverandi æfingaprógramm hljóðaði upp á, væri alltof lítið!!

Síðan þá hefur barninu verið snúið 3 - 5 sinnum á hverjum degi, við sérlega dræmar undirtektir þolanda, sem oftast og iðulega virðist verða sármóðgaður og gólar eins og stunginn grís.

IMG_7502 by you.
Jafnvel sjálfur Tígri nær ekki að hafa nein teljandi áhrif ...

Nema hvað, í kvöld var allt annað upp á teningnum ... því þegar Sydney var sett á magann var eins og hún hefði ekki gert annað allt sitt líf og reis tignarlega upp, eins og ljónynja í veiðihug ...

IMG_7509 by you.

Að öðrum fréttum er það helst að ég held áfram sem óður með verkefnið mitt.  Reyndar eru hlutirnir að taka breytingum þessa dagana.
Það sem ber kannski hæst í þeim efnum, er að nú stendur yfir leit að nýjum leiðbeinanda.  Ástæða þess er að núverandi leiðbeinandi er ekki nægjanlega snjall að mati þess sem þetta ritar og er hann því nauðbeygður að leita á önnur mið.

Eftir gott samtal við deildarforseta, framkvæmdastjóra deildarinnar og yfirmann rannsókna er málið komið á skrið.  Verið er að leita logandi ljósi að nýjum leiðbeinanda.

Þá var mér einnig boðið að taka þátt í rannsóknarhóp, sem hefur það í hyggju að kanna hvað er hægt að gera til að skapa aðstæður sem ýta undir samskipti fólks.  Áhugi og áhyggjur rannsakenda beinast að því að í auknum mæli er fólk að loka sig af heima fyrir, inni í íbúðum sínum og margir geta komist í gegnum daginn án þess að hitta nokkurn einasta mann.
Hér er ég að sjálfsögðu að tala um fólk sem hefði áhuga á að hitta einhvern en af einhverjum ástæðum hefur sig ekki í það og fyrir vikið getur þurft að við ýmiskonar andleg vandamál, svo sem einmanakennd, kvíða, depurð og jafnvel þunglyndi.

Sannarlega áhugavert verkefni, sem ég ætla aðeins að hugsa um hvort ég tek þátt í.

Lauga er í stuði þessa dagana, og með allar hendur fullar eins og vant er, því ef hún er ekki að hugsa um barnið og mig, þá er hún á kafi í nuddnáminu eða að vinna að því að veita hönnunarhugmyndum sínum brautargengi.

Á þessum bænum eru því dagarnir allt, alltof stuttir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Komið þið sæl, mikið er barnið fallegt, hávaxin grönn og ljóshærð og dásamleg eins og afi gamli á ská, hehehe. Falleg er hún og enn og aftur til hamingju elsku Lauga og Páll. Allir eru að krepera hérna heima, dýrtíð, voði, og hiti. Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að upplifa 26 stiga hita í  forsælu hérna í henni Reykjavík. Vonandi líður ykkur öllum sem bezt. Með beztu kveðju frá afa gamla á ská.

Bumba, 31.7.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband