28.7.2008 | 07:02
Videoafmćlisrólegheit
Jćja, ţá er helgin liđin og mánudagur tekinn viđ, bjartur og fagur ... eđa ađ minnsta kosti var hann ţađ í morgun. Núna er reyndar brostiđ á međ ausandi rigningu og gulu gardínurnar sem blessađur nágranni okkar hefur veriđ ađ bisa viđ ađ ţurrka síđustu daga, eru enn einu sinni orđnar haugrennandi blautar ...
En helgin byrjađi á videoi, pizzu og kók á föstudagskvöldiđ. Klárlega fyrsta videokvöld dótturinnar, sem skeytti lítiđ um allar tilfćringarnar og meira og minna steinsvaf međan leikar stóđu sem hćst. Svona til ţess ađ ţađ komi fram var fyrsta mynd stúlkunnar, stórmyndin "Happy Gilmore" međ Adam Sandler í ađalhlutverki. Klárlega besta mynd Sandlers, ađ mínu mati ... oft á tíđum bara nokkuđ fyndin.
Frá videokvöldinu ...
Laugardagurinn var tekinn međ trompi ţegar fariđ var í 30 ára afmćli Dave, vinar okkar. Hann hafđi ţann háttinn á ađ leigja bát, sem sigldi međ teitiđ fram og aftur um Sydney-höfnina.
Laugardagurinn var ţví dagur bátsins, ţví viđ landkrabbinn PJL, Lauga og hin 7 vikna Sydney, voru 5 til 6 klukkustundir ađ veltast um í ţremur ólíkum bátum. Tveimur ferjum sem báru okkur frá Circular Quay til Manly, og til baka ađ ógleymdum skemmtibátnum, sem viđ dvöldumst í rúma 4 klukkutíma.
Mćđgurnar á ferjunni til Manly ásamt Fjólu og Söru
Kóngur dagsins, Dave Ellis ţrítugur, skýtur tappa úr flösku!!
Á Sydney-höfninni, ţar sem alltaf er mikiđ um ađ vera ...
Og önnur af höfninni ...
Afmćliđ tókst međ miklum ágćtum, og vakti yngsti bođsgesturinn lukku međal annarra bođsgesta, enda međ eindćmum prúđur ... alveg ótrúlega prúđur!!
Rich og Sydney náđu vel saman ...
James og Sydney náđu líka afskaplega vel saman ...
Afmćlisbarninu var svo fleygt útbyrđis, međan báturinn sigldi á fullu stími til hafnar ... sumir bátsmenn töldu guđs mildi ađ afmćlisbarniđ skyldi ekki lenda í skrúfunni ...
Ţegar komiđ var í land, var svo skroppiđ á Manly 16ft Skiff Sailing Club, ţar sem flestir bođsgestir héldu áfram ađ vćta kverkarnar.
Ţegar hér var komiđ sögu töldum viđ ađ Sydney vćri búin ađ upplifa allt ţađ helsta sem prýđa má gott afmćli og héldu fljótlega heim á leiđ.
Ţegar heim var komiđ, ţótti gráupplagt ađ taka mynd af dótturinni í glćsilegum kjól sem Helga, mamma Bjarna Jóhanns (sem einu sinni var kallađur Dóribjarni og er reyndar kallađur stundum ennţá af gömlum vana) og vćntanleg tengdamóđir hennar prjónađi og sendi til Ástralíu. Sannarlega glćsilegt handverk ţar á ferđinni!!
Eftir nokkrar myndir, var ljósmyndaranum sparkađ út í orđsins fyllstu merkingu ... ekki fleiri myndir takk fyrir!!!!
Sunnudagurinn var svo allur í rólegheitum ... of rólegur fyrir mína parta ţannig ađ til ađ bjarga honum hljóp ég 12 km, enda er ég ađ undirbúa mig fyrir nokkur skemmtileg hlaup sem fara fram á nćstu vikum!
Athugasemdir
Meira hvađ Sydney var stillt í afmćlinu. Greinilegt hver er vinsćlasta pían hérna í Sydney! Auđvitađ fullt af myndum komnar inn á flickr iđ http://www.flickr.com/neilfjola
Finnst ţessi svo agalega vel heppnuđ af mćđgunum http://farm4.static.flickr.com/3003/2705582662_ae6768094d.jpg
Og ţessi svo fín af fjölskyldunni http://farm4.static.flickr.com/3232/2704765153_1f1c482720.jpg
Fjólan (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 10:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.