23.7.2008 | 14:30
Sitt lítið af hverju
Nú er allt fallið í ljúfa löð á nýjan leik ... dóttirin er algjörlega eins og ljós, bæði í gær og í dag ... allir þeir sem höfðu og hafa óþarfa áhyggjur af ástandinu, geta dregið andann léttar.
Vildi bara koma því að strax í upphafi ...
Mæðgurnar liggja fyrir ... þvílík kyrrð!!
Svo var bara slegið upp partýí í dag ... og mættu flestir félagarnir ...
Og ekki má gleyma þessari mynd af Fjólu og Neil ... en þau kíktu til okkar um daginn ...
Annars er allt gott að frétta. Sjálfur var ég í skólanum í allan dag og langt fram á kvöld. Nú er unnið hörðum höndum að gerð sýndarveruleikans, sem ég hef áður minnst á á þessari síðu. Þekking mín og snilld á viðfangsefninu er sífellt að aukast, þannig að þetta lítur bara nokkuð vel út.
Svo er náttúrulega gott að hafa svolítið meiri tíma aflögu, en það fer ekki á milli mála að þetta fótboltastand var að taka alltof mikinn tíma. Ekki nóg með það að maður verði um 12 klukkustundum í æfingar, leiki og í það að koma sér á staðinn og heim aftur, heldur fór mjög drjúgur tími í að röfla um þjálfarann og reyna að skilja hann.
Eftir að þjálfaraferlinum lauk, má eiginlega segja að lífsgæði mín hafi stórbatnað ... og ég er hættur að lesa bókina sem ég var á bólakafi í ... sú bók heitir "Working with Monsters"!!
Já, ég er sum sé að búa til þennan sýndarveruleika, og er einhvers staðar staddur mitt úti í mýrinni með hann ... set hér inn eina mynd af því sem ég er að gera ... bara svona sem sýnishorn ... allt er á vinnslustigi!
Lauga hefur verið alveg á fullu að útbúa eyrnalokka til að senda á sölusýningu sem verður á Hrafnagili við Eyjafjörð í byrjun ágúst. Lokkarnir eru bara að verða déskoti flottir hjá henni ... og ef þú hefur áhuga að sjá betur um hvað ég er að tala, kíktu þá á www.123.is/lauga ...
Læt þetta duga í bili ...
Athugasemdir
Gott að heyra að sú stutta er orðin eins og hún á að sér að vera á ný
Frekar skondnar myndir af henni í partýinu - sumir gestanna eru næstum jafn stórir og Guðrún Helga Bjarni Jóhann á líka svona hérastubb úr IKEA svo hann gefur smá vísbendingu um stærðarmuninn á þeim frændsystkinum. Oh, hvað ég vildi geta knúsað hana smá áður en hún stækkar meira litla snúllan. Og Bjarni Jóhann verður víst ekki heldur lítill lengur þegar þið komið heim í des.
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:50
Æ hvað þið mæðgurnar eruð dásamlega fallegar á þessari mynd! Bara yndislegar alveg hreint!!!!
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.