18.7.2008 | 10:33
Sydney Houdini bregður á leik ... óvænt atriði!!
Jæja, þá er nú enn ein vikan að renna sitt skeið á enda ... komið föstudagskvöld hér í Sydney og allir bara í góðu stuði.
Reyndar hefur mér skilist að stuðið hafi verið mikið hér heima fyrir í dag ... jaðraði víst við skálmöld á tímabili, þegar þær mæðgur tókust á.
Neyðarkall var sent niður í skóla upp úr kl. 18 og ég beðinn um að koma umsvifalaust heim, þó með viðkomu í búðinni til að kaupa mjólkurduft ... já slíkt var ástandið orðið ...
Svo þegar ég kem heim, rétt fyrir kl. 19, sefur sú litla eins og ljós, algjörlega uppgefin eftir baráttu dagsins. Og svoleiðis er nú staðan þegar þetta er skrifað.
En það er greinilegt að Sydney Houdini kann að bregða á leik, því rétt áðan, og er hér um að ræða alveg sjóðheitar myndir úr myndavélinni, sýndi hún eftirfarandi sjónhverfingar í rúminu þar sem hún liggur steinstofandi þessa stundina. Rétt er að geta þess að maddaman kom sér algjörlega sjálf í þessa stöðu, að því undanskildu að ég lagði hana inn á rúmið nokkrum mínútum áður.
En svona fór þetta fram ...
Upphafið ...
Síðan gerðist þetta ... óhætt að segja að vökult auga fylgist með hverri hreyfingu ...
Og hvað gerðist svo ... ?!?!
Þetta!!!!
... og svo var dansað ...
Já, þakka ykkur fyrir ...
Ekki slæmt þetta!!!
Sydney Houdini veifar til áhorfenda!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.