A Pope as a Soap on a Rope

... er slagorð sem kynnt var áhorfendum SBS-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir nokkrum dögum ...

... og ekki af ástæðulausu, enda var þá sjálfur páfinn væntanlegur til borgarinnar.

Og síðasta sunnudag mætti hann ásamt fríðu föruneyti.  Tilefnið ekki af verri endanum enda World Youth Day um það bil að rúlla af stað.  World Youth Day, sem ætti ef til vill frekar að kalla World Youth Week, hefur staðið yfir hér alla þessa viku og mun ljúka næsta sunnudag, væntanlega með miklum hátíðarhöldum.  Borgin er sneisafull af fólki, hvaðanæva úr veröldinni ... allir óskaplega lukkulegir með Benna páfa, kaþólsku kirkjuna og almættið!

Í dag, var mikill dagur, "Super Thursday", eins og dagurinn hefur verið kallaður í fjölmiðlum, því í dag var páfi opinberlega kynntur til leiks, eftir að hafa meira og minna hvílst síðan á sunnudag.  Kannski ekki skrýtið, þar sem karl er kominn á níræðisaldur.

Páfi var "presenteraður" með því að stíga um borð í stærsta og flottasta lúxusskip Sydney-borgar, sem ber heitið "Sydney 2000" og flutti fleyið hann frá Rose Bay yfir að Barangaroo, en svo kallast austurhluti Darling Harbour.  Þar steig páfi á land fyrir framan 150.000 pílagríma sem tóku vel á móti honum.
Því næst ávarpaði hann samkomuna og var vel tekið undir.

En hvað sem þessu nú öllu líður, þá er rétt að það komi fram að útsendari Fréttastofu Múrenunnar í Sydney brá undir sig betri fætinum og fór ásamt Félagi eldri borgara í siglingu, til að komast í návígi við hinn heilaga, þegar hann átti leið um Sydney-höfnina. 

Það er gaman að segja frá því að flestir eldri borgararnir héldu þó að útsendari væri pílagrímur, sem hefði flogið yfir hálfan hnöttinn til að berja páfa augum.  Þótti þeim hann vera svo sannarlega hliðhollur málsstaðinum og var hann fyrir vikið meðhöldaður eins og konungborinn, enda allir um borð með eindæmum trúræknir og guðhræddir ...
Útsendara kom ekki til hugar að svo mikið sem reyna að leiðrétta þennan misskilning ... og naut dagsins í faðmi kaþólskra Ástrala, Fujibúa og boxara frá Króatíu, sem hafði helst unnið sér það til frægðar að láta sjálfan Múhammeð Ali slá sig í rot í boxhringnum ... greinilegt var að hann hafði fengið fleiri högg á höfuðið í gegnum tíðina en hollt getur talist, enda með afbrigðum sljór.  

Hér á eftir eru glóðvolgar myndir frá þessum heimsviðburði ... það er siglingu Benna "sixteen" um höfnina ...


Páfinn og fylgdarlið á fullu spani á Sydney 2000 á Sydney Harbour


Ofurlítið stækkuð mynd af Benna

Skipa- og bátalest fylgir fast á hæla páfa

Páfi kemur inn til hafnar í Darling Harbour
... og svo bæti ég við einni í viðbót, bara af því að Laugu finnst hún (þ.e.a.s myndin) svo flott,  ...

Bátar stórir sem smáir fylgja páfa ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband