Afmælisdagurinn!!

Í dag var afmæli ... já, hún Guðrún Helga varð mánaðargömul í dag!!

Það er hreint með ólíkindum hvað tíminn líður hratt ... en alltént hefur þetta verið einhver sá ánægjulegasti mánuður sem ég hef upplifað.  Og hvað ég hef lært mikið ... ja hérna!  Og hvað ég hef komið mér mikið á óvart ... allamalla, það er alveg rosalegt!

Lauga segir að ég hafi staðið mig miklu betur sem faðir dóttur minnar, heldur hún átti fyrirfram von á ... það eru náttúrulega ánægjuleg tíðindi fyrir mig.
En það er alveg staðreynd að þetta hlutverk hefur farið betur í mig en ég þorði að vona í upphafi.  Það var kannski bara sú ákvörðun sem ég tók, um það leyti sem litla snótin rak höfuðið út úr móðurkviði, um að taka þessu föðurhlutverkinu ekki of hátíðlega, með öðrum orðum, bara slappa af ...

... en um leið axla ábyrgð ... kannski var það mikilvægasta ákvörðunin ...

... kannski ekki gott að segja en allavegana, hefur þetta farið miklu betur með mig, en mig óraði fyrirfram.

Barnunginn hélt upp á afmælið með því að láta svolítið ófriðlega frameftir degi ... en seinnipartinn hefur hann bara steinsofið út í eitt.  
Í kvöld mættu góðir gestir í heimsókn eins og sést á eftirfarandi myndum ... afmælisbarnið ákvað hins vegar að gera ekki stórmál úr því!

Það var mjög glatt á hjalla í partýinu og skemmtu gestir sér konunglega!! 

Og svona smá tölfræði í lokin ...

Sydney hefur lengst um 7 cm á þessum fyrsta mánuði ævi sinnar ... óformleg mæling fór fram í dag.  Og er hún nú 52,5 cm.
Eitthvað hefur hún væntanlega þyngst en tölur um þyngdaraukningu liggja ekki fyrir, þar sem ekki er til vigt á heimilinu!  3.000 gramma markið hlýtur þó að vera löngu sigrað! 
Ummál höfuðs hefur aukist um rúmlega 2 cm og mælist nú 34 cm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Guðrún Helga!! Það hefur greinilega verið afskaplega gaman í partýinu - hjá öllum nema þeirri stuttu sem hefur augljóslega sofnað af leiðindum... og það þó að sjálfur Tumi tígur hafi mætt í afmælið!
7cm á einum mánuði! Sú ætlar greinilega að ná frænda sínum, sem stækkaði "bara" um 5,5 cm á sínum fyrsta mánuði. Enda sé litið til foreldranna er ekki óeðlilegt að hún verði stærri en hann á endanum, jafnvel þó hún sé 10 dögum yngri... En ég vil þó fá formlegar, staðfestar tölur frá mælingum framkvæmdum af óháðum aðila takk...

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 20:11

2 identicon

Já til hamingju elsku frænkan mín :*

Mikið er ég stolt af þér og foreldrum þínum sem eru greinilega að hugsa vel um þig og það var sko aldrei við neinu öðru að búast í mínum huga ;)

Sjáum hvað setur með höfuðummálið en ég vil minna pabba þinn á að Snorra höfuð þótti alls ekkert óeðilega stórt svona fyrstu vikurnar... svo bara stækkaði það aðeins hraðar en aðrir líkamshlutar og útlimir! Ég bind miklar vonir við það að ég fái að eiga höfuðið þitt og það verði sem líkast mínu ;)

Ástarkveðjur til ykkar frá okkur, bandamönnunum fjórum í Garðabænum :*

ssst

Steina Vala (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband