7.6.2008 | 14:06
Sydney er mætt!!!
Þá er búið að henda manni út af sjúkrahúsinu í kvöld ...
... og hvað gerir maður ekki þá, annað en að fara heim og skrifa bloggfærslu um það sem hefur gerst í dag.
Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið stór dagur ... eiginlega markar þessi dagur 7. júní 2008 þáttaskil í mínu lífi, svo um munar.
Þeir verða eiginlega ekki mikið stærri dagarnir, en ég skal fyllilega viðurkenna að ég er eiginlega ekki búinn að ná atburðum dagsins ... þeir munu vætla inn á næstu dögum ...
Hún er kölluð Sydney, og fæddist í dag kl. 17:50 að staðartíma, eða klukkan 7:50 að íslenskum tíma. Hún fæddist á 65. afmælisdegi afa síns á Sauðárkróki ... sem er alveg frábært!!! Hún er lítil, ekki nema 10,5 merkur og 44,5 cm. Ekki stærsta barn í heimi, en örugglega það besta í heimi.
Mamma kváði þegar ég sagði að kölluðum barnið Sydney ... "Ekki ætlið þig að láta barnið heita Sydney?!?!?"
Nei, nei, við ætlum ekki að láta barnið heita Sydney, hins vegar verður það kallað Sydney af fólki sem mun ekki geta borið hið eiginlega nafn rétt fram, sem er um það bil allt fólk sem getur ekki talað íslensku.
Barnið mun fá rammíslenskt nafn ... því verður lofað ...
Ég læt það vera að lýsa deginum í einhverjum smáatriðum, ég mun láta Laugu um það ... hún vann verkið!
Ég stóð bara og lét kreista á mér höndina með vissu millibili og bauð upp á vatn að drekka.
Ég ætla hins vegar að frumsýna hina margrómuðu Sydney ...
Því miður fórst mér myndatakan ömurlega úr hendi að þessu sinni ... en það verður ekkert gert í því héðan af ...
Fyrsta myndin sem tekin er af Sydney ... eftir aðeins 2 mínútur
Þarna er nú Lauga eftir að allt húllumhæið var um garð gengið ...
Vigtun fer fram ...
Ljósmóðirin Emily fer höndum um Sydney
Ég þykist vita að einhverjir ættingjar mínir hafi beðið lengi eftir þessari mynd ...
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem sendu okkur skilaboð eða hringdu í okkur, kærlega fyrir ... stuðningur ykkar er ómetanlegur!!!!
Athugasemdir
Ellllsskkuuuu Bobbi Lauga og SYDNEY!!!
Getum vart lýst yfir kátínu okkar á nýja fjölskyldumeðliminum henni Sydney, erum himinlifandi og ÆÐISLEGT að sjá myndir!!!!! Getum ekki beðið eftir að hitta prinsessuna í þarþarnæstu viku!!!Ekkert smá flottur dagur 7.júní 2008!!! Þið verðið að senda Davies genginu tilkynningu, Uncle James, Uncle Jon og Uncle Rich, þar sem þeir voru að spyrjast fyrir um komu prinsessunar um daginn!!! Jeminn hvað við Neil erum glöð fyrir ykkar hönd!!! Brúðkaup systu í dag, sjáumst súúúnnnn. Risaofurknús frá okkur héðan af klakanum!
Fjóla og Neil (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:58
Til hamingju með snótina! Hún er gullfalleg! Hlökkum til að sjá fleiri myndir og heyra betur í ykkur. Halldór segir að hún sé lík Bobba, og ég sé að Lauga hefur verið jafn frískleg og ég eftir allt húllumhæið - þreytt og að springa úr hamingju
Risaknús frá okkur þremur til ykkar þriggja
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 17:31
Svo dásamlegar myndir :*
Ástarkveðjur frá okkur og mömmu og Mugga sem eru hér líka :)
Steina Vala (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 23:35
Hjartanlega til hamingju með Sydney :) og með nafnið, það er mjög fallegt.
Dagrún (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 07:39
Elsku fjölskyldu til hamingju til hamingju til hamingju til hamingju
hún er dásamleg sem og foreldrarnir ;)
knús frá okkur uppí rúmi á sunnudagsmorgni
Sigrún, Nikki og Fúsi
Sigrun, Nikki og Fúfú (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 08:54
Okkar innilegustu hamingju óskir með litlu prinsessuna. Það verður gaman að sameina öll frændsystkinin sem hafa komið í heiminn á undanförnum þremur mánuðum.
Bestu kveðjur
Erik, Andrea, Helena og Ísak Elí (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 10:53
Hæ aftur :)
Við bara fáum ekki nóg!!! Svo gaman að skoða litlu snótina... ég er að reyna að sjá hverjum hún er lík... hmmm...
Nú bara verðum við að panta okkur ferð til Sidney!!!
Hlakka til að heyra fæðingarsöguna og hvernig gengur :) Stórt knús til Laugu og Sidney litlu :*
Steina og strákarnir
ps. vona að hún verði pínu lík mér :) Bið ekki um mikið, kannski bara höfuðlagið!!!
Steina Vala (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 12:11
Til hamingju með þessa gullfallegu prinsessu!
Gaman að geta fylgst með úr fjarlægð :)
Gangi ykkur allt sem best
Anna Klara (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 13:20
Elsku Lauga, Bobbi og "Sidney".
Hjartanlegar hamingjuóskir. Er mikið búin að hugsa til ykkar síðustu daga.
Hlakka til að fá fæðingarsöguna frá þér Lauga.....
Bestu kveðjur
Linda
Linda (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 13:54
Kærar þakkir allir ... æðislegt að fá þessar kveðjur ...
Stuðningurinn er alveg frábær!!! ... ómetanlegur!!!
Páll Jakob Líndal, 8.6.2008 kl. 15:05
Til hamingju með snúlluna Hún er æði!!Ekki við öðru að búast af ykkur Þið hafup greinilega vandað ykkur Við erum öll alveg að drepast úr monti með ykkur... Héldum upp á 65 ára afmælið pabba á Hótel Búðum á Snæfelsnesi í gær og skáluðum oft fyrir Sidney Gunnu Lingdal Pálsdóttur og einnig ykkur nýbökuðum foreldrum.... &náttúrulega afmælisbarninu líka. Já, Bobbi það er GAMAN að vera foreldri, og á bara eftri að BESNA Kveðja til ykkar frá okkur Mamma,Pabbi,Grindarvík & Grundó
Abba (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:04
Þótt lítið sé að marka mínútu gamlar myndir af börnum þá sýnist mér nokkuð ljóst að barnið er ekkert líkt föðurnum þar sem hann var með RISA stóran körfuboltahaus en daman með svona nett og fallegt höfuðlag , vildi bara benda á þetta svona. En annars afskaplega mikið krútt svona lítil og fín,
Bestu kveðjur Stebbi ( smá púki í manni að stríða litla bróður, ekki á hverjum degi sem hann verður pabbi )
Stefán J.K. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:13
Innilega til hamingju með prinsessuna. Rosalega er hún falleg, hún er hreint út sagt æðisleg. Skemmtilegt að geta fylgst með svona úr allri þessarri fjarlægð.
Ég og Mútta sendum okkar bestu kveðjur ;*
Erna Guðrún St. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:49
Takk kærlega fyrir kveðjurnar ... þær eru æðislegar!!!
Ég hef svolítið verið að spá í þetta með höfuðstærðina ... og nei, því miður virðist hún ekki verða þeirra gæfu njótandi að fá stórt höfuð, en það er aldrei að vita nema höfuðið taki kipp!! Ég vona það!!! :D
Páll Jakob Líndal, 10.6.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.