Sitt lítið af hverju

Í dag hefur rignt mikið ... ójá, eftir að hafa fært íbúum Sydney þurrasta maímánuð í manna minnum, hófust veðurguðirnir strax handa þann 1. júní síðastliðinn við að vökva ... og það sem af er mánuðinum hefur ekki stytt upp og það er ekkert útlit fyrir að það muni gera það á næstunni.

En það er gott fyrir gróðurinn, og það er gott fyrir vatnsbúskapinn hér í borginni að droparnir hrynji ofan af himnunum.  Ég er satt að segja bara hæst ánægður með það.  Það eina sem þessi bleyta kallar á, er að ég taki mig til og fjárfesti í brettum á hjólhestinn minn.  Það er nefnilega lítið grín í því að láta dekkin á hjólinu ausa yfir sig regnvatninu af götunum.  Maður rennblotnar á auga lifandi bragði bæði að framanverðu og aftanverðu.
Þegar brettin verða komin á, verður bara gaman að hjóla í rigningunni ... tæplega 20°C hiti, logn og rigning ... það er bara ekkert að því!!

Fyrsta rannsóknin mín er að komast á koppinn ... það er alveg rosalega spennandi.  Loksins fara hugmyndirnar sem ég hef verið að ganga með í maganum, að verða að veruleika.  Ég er að búa til sýndarveruleika þessa dagana, auk þess sem ég er að viða að mér upplýsingum um "information rate" og "complexity".  Þetta verður flott hjá mér ... ég er viss um það! 
Þegar þessari rannsókn lýkur, tekur svo við önnur og svo enn önnur.  Það er á stefnuskránni hjá mér að ljúka við að minnsta kosti þrjár rannsóknir á þessu ári.  Markmiðin hjá mér hljóða að minnsta kosti upp á það eins og er ...

... og "if you talk the talk, you got to walk the walk" ...

Þetta er frasinn sem ég lifi eftir þessa dagana.  Mér finnst hann algjörlega frábær ... hann er svo ótrúlega réttur og uppörvandi.  Það er líka bara svo gaman að segja hann ... hann hljómar rosaleg kúl!  Prófaðu að segja þetta upphátt og ýktu svolítið "attitudið": "Hey man, if you talk the talk, you gotta walk the walk!!!"  Þetta svínvirkar!!

Mér finnst allt of margir vilja bara tala um hlutina en nenna eða þora svo ekki að gera neitt.  Sitja eða standa einhvers staðar úti í horni, gagnrýna, fordæma og kvarta, eins og þeir eigi lífið að leysa.  Séu þeir svo spurðir af hverju þeir gera ekkert í málunum, þá koma iðulega hræódýrar afsakanir og eitthvert bull, sem enginn heilvita maður nennir að hlusta á.
Dale Carnegie, sá ágæti maður, segir í bók sinni Vinsældir og áhrif: "Hvaða fífl sem er getur kvartað, gagnrýnt og fordæmt - og flest fífl gera það líka!  Það krefst hins vegar visku og stjórnstjórnar að geta skilið og fyrirgefið".

Boðskapur dagsins er því einfaldur ... "stattu við það sem þú segir, og í stað þess að fordæma, kvarta og gagnrýna, skaltu fyrirgefa og skilja".
Ég veit svo sem ekki hvort það sé heil brú í þessari færslu minni, en engu að síður, blasir tilveran í dag við mér með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég efast ekki um að rannsóknirnar verði flottar. Ég yrði amk hissa ef þú létir nægja að tala um hlutina...og slepptir göngunni. Vonandi er sýndarveruleikinn að verða klár og sem raunverulegastur.

ps. Takk fyrir vísuna um Halldór Bjarna, algjör snilld

Stjóri (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 05:38

2 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér, ef maður gerir ekki það sem maður ætlar sér verður maður pirraður og leiðinlegur... svo það er betra að bíta bara á jaxlinn og bölva í hljóði :)

Dagrún (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband