26.5.2008 | 13:20
Ljóð dagsins
Rétt í þessu, barst mér þessi stutti en gagnorði tölvupóstur frá móður minni. Ekki geri ég ráð fyrir að hún hafi hugsað hann í bundnu máli ... en mér finnst hann fyllilega standa undir sér sem nútímaljóð með endarími (?!?).
Ég kalla ljóðið Dag barnsins.
Dagur barnsins
Sælar elskurnar.
Í gær var dagur barnsins,
svo ég ætlaði að láta frá mér heyra.
Nú þarf ég að fara,
svo ég get ekki skrifað meira.
Bless M.
Ef þetta er ekki kveðskapur, þá veit ég ekki hvað kveðskapur er!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.