25.5.2008 | 22:30
Ástralskt Eurovision
Þá er Eurovision búið þetta árið ... útsendingu áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar SBS lauk með pompi og prakt rétt fyrir kl. 23.
Og vegna þess að ekki er um beina útsendingu að ræða hér, hefur maður farið varlega í dag ... passað sig vandlega á að fara ekki inn á mbl.is eða visir.is, til að reka ekki augun í úrslitin. Eurovision er vonlaust fyrirbæri ef maður veit úrslitin fyrirfram ...
Keppnin var snilld ... mörg alveg prýðileg lög ... þrátt fyrir að íslenska framlagið hafi náttúrulega staðið upp úr!! Fyrir keppnina hafði ég bara heyrt það einu sinni ... og það var þegar það var valið sem framlag okkar, einhvern tímann í febrúar eða mars. ... já og allt fjaðrafokið kringum "tóma tunnu" var í hámælum ...
Að þessu sinni horfðum við Lauga á keppnina ásamt tveimur Áströlum og stelpu frá Ísrael. Crighton félagi okkar bauð til Eurovision veislu, og gerði vel við gesti í mat og drykk.
Annars leið dagurinn við skriftir ... við höfðum reyndar skipulagt að gera allt annað ... meiningin var að fara niður á Circular Quay í dag á sýninguna Sustainable Sydney 2030, fara svo á World Press Photo Exhibition og enda á ítölskum dögum á Stanley Street, áður en haldið yrði í Eurovision-gillið hjá Crighton. En stundum fara hlutirnir á annan veg en ætlað er ...
Bókarkaflinn sem ég er að skrifa, beið meðhöndlunar ... já skyldan kallaði og við henni varð að bregðast!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.