20.5.2008 | 22:35
Að hlaupa ... ekki
Í huga Múrenunnar í Sydney er það óþolandi þegar einhver setur sér markmið og gerir svo ekkert í því að reyna að ná því ... það kallar Múrenan "að gera í brækurnar".
Það er eitt, að setja sér markmið, djöflast svo eins og óður þeirri von að ná markmiðinu og ná því ekki ... það er allt saman gott og blessað ... það þýðir bara að tímaramminn sem ætlaður var til afreka var of stuttur ...
Hinsvegar er það allt annað að setja sér markmið, og halda svo að hlutirnir gerist af sjálfum sér ... það er beðið og beðið og ekkert gerist ... svo kemur að skuldadögum og þá er einhver ömurleg útskýring á framtaksleysinu borin á borð!!
Þetta síðarnefnda henti Múrenuna síðasta sunnudag, en þann dag hafði ætlunin verið að hlaupa hálfmaraþon hér í Sydney ... þann 31. mars sl. voru greiddir 75 dollarar og allt átti að fara að gerast.
Eftir að greiðsla hafði farið fram, hljóp Múrenan ekki eitt einasta skref, gerði bókstaflega ekki nokkurn skapaðan hlut í því að æfa sig ... og á sunnudaginn svaf hún hlaupið af sér og gaf sjálfri sér og öðrum viðstöddum þá arfaslöppu skýringu að hún hefði bara ekki haft tíma (?!!) til að æfa fyrir þetta!!!
Þetta er ólýðandi ... þess vegna hófst undirbúningur í gærkvöldi fyrir Sydney-maraþonið, sem verður í september ... hlaupnir voru 5 km. Nú verður ekkert gefið eftir!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.