4.5.2008 | 13:11
Eitt ár í Sydney
Nú árið er liðið í aldanna skaut ...
Það var einmitt þann 4. maí 2007, sem við Lauga lentum fyrst hér í Sydney eftir tæplega 40 klukkustunda ferðalag frá Íslandi, með tvær ferðatöskur og tvo troðfulla bakpoka að vopni ... tilbúin til að takast á við algjörlega ný viðfangsefni.
Árið hefur liðið hratt, alveg hrikalega hratt ... en það hefur líka verið mjög skemmtilegt og sérlega lærdómsríkt!
Erfitt er að segja hvað stendur upp úr á þessu ári ... en það sem kannski fyrst kemur upp í hugann er Sydney maraþonið í september síðastliðnum ...
... frábær ferð í Blue Mountains í júlí ...
... fyrirlestrarnir mínir í skólanum í nóvember og desember ...
... að ógleymdum tvennum KISS-tónleikum í mars!!!
Svo er það náttúrulega allt þetta frábæra fólk sem við höfum kynnst á þessu eina ári ... fyrir það ber að þakka alveg sérstaklega!!
Athugasemdir
Frábært hvað allt hefur gengið vel á ykkar fyrsta ári þarna úti...og ennþá betra að geta fylgst með ykkur í gegnum bloggið. Mynd ársins = Múrenan í sigurvímu eftir maþonhlaupið
Stjóri (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 02:04
Já, tíminn er svo sannarlega fljótur að líða!!
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:28
Ja hérna hér !!! Tíminn líður en miðað við myndina af þér uppí rúmi þá hefurðu bara ekkert skánað þótt þú sért á hvolfi
HEHE Hvað er að frétta af tilvonandi frumbyggja í kúlunni ???
kv SJKJ
Stebbi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:34
Já, óhætt að segja að árið hafi liðið hratt ... og ég harðneita að ég hafi ekkert skánað ... ég er til dæmis miklu skárri í ensku núna en ég var fyrir ári!! Að minnsta kosti get ég skilið flest af því sem sagt er við mig nú, (ólíkt því sem gerðist í fyrra), þó stundum þurfi samt að segja það tvisvar, svo ég skilji það ... hinsvegar er ég alveg jafn ömurlegur í að tala þetta hrognamál ...
Varðandi íslenska frumbyggjann í kúlunni hefur hann það gott ... djöflast eins og óður þar ... hann verður samt helst að bíða í nokkrar vikur enn með að sleppa út!!
Páll Jakob Líndal, 6.5.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.