11°C og matarboð

Nú þykir mér týra á skarinu ... hitinn í Sydney í þessum orðum skrifuðum er aðeins 11°C ... segi og skrifa það ellefu gráður á Celsíus ...

... hann hefur ekki verið svona lágur síðan við komum hingað fyrir um réttu ári ...

... lesendur síðunnar, fyllast nú kannski ekki mikilli samúð yfir þessum fréttum, en í sannleika sagt jafngilda 11°C hér -10°C á Íslandi. Svoleiðis er það nú bara.

Læt það fljóta með að enn ein ráðstefnan samþykkti skrif mín og óskar eftir kröftum mínum og visku. Sú sem um ræðir nú er félagsvísindaráðstefna sem haldin verður í Prato, sem er bær í Toskana-héraðinu á Ítalíu.  Ekki fjarri Flórens.

Við fórum í matarboð til Fjólu og Neils í gær ... fengum alveg frábært roastbeef og alls kyns meðlæti.  Rich og Jon voru líka.

Rich og Jon skutluðu okkur svo heim eftir matarboðið í einum frábærasta bíl sem ég hef nokkurn tímann setið í ... blæjubíl af gerðinni Volkswagen bjalla, árgerð 1971.  Eigandi hans er James, meðleigjandi Rich og Jon, sem er þessa dagana norður í Cairns.
En hér er mynd af Bjöllunni og eigandanum, sem tekin var í nóvember síðastliðnum ... 

Læt þetta duga héðan frá Sydney í bili ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aaa töff töff en amma mín sagði alltaf: nú þykir mér týra á tígarskottinu... hafa lesendur heyrt það? eða er þetta bara e-r sérstök Húsvísk sérviska?

knús

Sigrún 

Sigrun (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Tjaaa ... hvað skal segja ... amma mín sagði alltaf "nú þykir mér týra á skarinu", og "nú þykir mér týra á tígarskarinu" ef mikið lá við.

Páll Jakob Líndal, 4.5.2008 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband