20.4.2008 | 22:50
Meiri teppi og fermingarafmćli
Teppamál voru ofarlega á baugi hjá okkur Laugu í dag. Eftir ađ hafa hreinsađ teppiđ á íbúđinni vel og vandlega í gćr, var kominn tími til frekari ađgerđa í dag.
Viđ skruppum til Rhodes, nánar tiltekiđ í IKEA, og keyptum okkur ţar ódýrt teppi. Gripum einnig međ nýjar gardínur fyrir stofugluggann.
Ég verđ ađ viđurkenna ađ gardínurnar sem leigusalar okkar útveguđu okkur í fyrra, voru farnar ađ leggjast dálítiđ á sálina á mér, sökum ljótleika. Um er rćđa röndóttar gardínur, sem minna helst á skinn af tígrísdýri, og svona til ađ lífga upp á allt saman datt hönnuđinum í hug ađ setja nokkra bleika tígla.
Ofan á ţađ voru komin göt á gardínurnar, sem skýrast sennilega af ţví ađ sólin er búin ađ skína á ţćr meira og minna í 30 ár ... held ég.
Núna er stofan sumsé orđin hvít. Hvítt teppi og hvítar gardínur. Ađ ganga inn í stofuna er kannski ekki svo ólíkt ţví, sem mađur ímyndar sér, ađ ganga inn í himnaríki. En ég get ţó ekki fullyrt um ţađ, ţví ég man ekki hvernig himnaríki leit út síđast ţegar ég fór ţar um, ţađ er ađ segja ef ég hef fariđ ţar um.
Á morgun verđur máliđ klárađ, fariđ aftur í IKEA og tvö teppi keypt til viđbótar.
Í dag á ég 21 árs fermingarafmćli ... já, já ... dagurinn mikli var ţann 20. apríl 1987. En ţann dag blótađi ég upp viđ altariđ í Hallgrímskirkju, ţegar ađ oblátan sogađist föst upp í góminn. Eftir ađ hafa viđhaft slíkan munnsöfnuđ viđ fótskör almćttisins, taldi ég öruggt ađ leiđ mín lćgi ţráđbeint til helvítis ađ ţessu jarđlífi loknu. Eins og sönnu fermingarbarni sćmir, brást ég viđ međ áköfu bćnahaldi og afsökunum á gjörđum mínum ... og ég vona ađ ţađ hafi veriđ tekiđ gilt!!
Ţess má svo einnig geta, ađ Stebbi bróđir á, í dag, 27 ára fermingarafmćli. Persónulega man ég lítiđ eftir ţví, nema athöfnin fór fram í Háteigskirkju og prestur var séra Tómas Sveinsson.
Hins vegar man ég ţađ ađ núverandi blómasala á Akureyri leiddist fermingarundirbúningurinn afskaplega mikiđ. Bókin "Líf međ Jesú" fékk ekki mikla lesningu, enda sagđist fermingarbarniđ vera ađ gera ţetta meira fyrir ömmu, en amma var ákafur hvatamađur ţess ađ ungir drengir gengju á guđs vegum.
Svona var ţađ nú ...
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.