16.4.2008 | 04:11
Textagerđ
Í morgun áttum viđ Lauga skemmtilegt samtal einu sinni sem oftar ... og í ţetta sinniđ barst taliđ ađ textagerđ og lagasmíđum. Tókum viđ til ađ rifja upp hvađa afrek viđ hefđum unniđ á ţví sviđinu allt fram á ţennan dag. Lauga gat nú bara nefnt, held ég, einn texta sem hún samdi og er hann ađ mínum dómi ákaflega einfaldur og innihaldslaus ...
Hann er svona:
Ég sagđi nei, nei, nei, nei, nei nei ... (og nei-iđ endurtekiđ 100 sinnum eđa svo)
Mín afrek eru miklu betri. Eftirfarandi er texti viđ lag sem hljómsveitin Mini-KISS flutti á fyrri hluta 9. áratugar síđustu aldar. Lagiđ var hljóđritađ í herberginu mínu á Bergstađastrćtinu. Kristján vinur minn söng og ég lék á trommur. Ţví miđur hefur hljóđritunin glatast en textinn mun lifa um ókomna framtíđ!!
Leikurinn
(Kristján Magnússon / Páll Jakob Líndal)
Ég vildi ađ ég vćri orđinn Karate Kid,
ţá mun ég segja, segja hid.
Ţessi leikur er frá Liverpool,
Liverpool og Manchester United keppa frúm.
Liverpool er međ boltann hér,
gefur á Ken Dalgish sem skorar á mínútunni,
hann má ekki gefa frá sér.
Hann segir: "Eitt, núll"
og skorar vúll!!
Ţađ var "skeytin inn" ég trúđi ţví varla svo skjótt.
Ég horfđi á leikinn og spilađi mig svo fljótt
Ég ćtlađi ađ skjóta "skeytina inn".
En ţá kom litli, ljóti, myglađi sonurinn minn.
"Svarađu já, segđu nú nei,
ég fel ekki grasiđ og segđu svo hey"!!
Ég vissi ekki fyrr en ég var ađ vinna keppnina međ mér ... hey!!
Úúúvvaaaaa ... ef ég vćri Pamela í Dallas!!!
Síđasta línan var ekki hluti af upphaflegum texta, og viđurkenndi Kristján eftir ađ hljóđritun hafđi átt sér stađ, ađ hann hefđi bara ekki vitađ hvađ hann átti ađ segja meira og ţví hefđi hann bćtt ţessu viđ, meira svona vegna óöryggis en listrćns innsćis.
Ég verđ samt ađ segja ađ raddlega séđ, var síđasta línan besta frammistađa Kristjáns í laginu. Hún var gjörsamlega frábćr!!
Í Steinnesi, á svipuđu tímabili og viđ Kristján héldum úti hljómsveitinni Mini-KISS, rak annan snjallan texta- og lagahöfund á fjörur mínar. Hét sá og heitir enn Arnar Freyr Vilmundarson.
Viđ sömdum saman tvćr ódauđlegar perlur. Önnur ţeirra hefur beina vísun í vinnu sem viđ Arnar stunduđum á ţeim tíma, sem var ađ horfa löngum stundum á heyblásara, matara og fćriband vinna vinnuna sína viđ ađ koma heyi úr heyvagni og inn í hlöđu.
Ef veriđ var ađ taka saman vothey, var maurasýra (myresyre) blönduđ saman viđ heyiđ, en slíkt er nauđsynlegur liđur í votheysverkun. En vegna ţess hversu hćttuleg maurasýra en ákvađ Magnús bóndi eitt sinn, ađ breyta til ađ nota ţess í stađ hvítt duft, sem bar heitiđ "Kofasalt". Ţess má geta ađ "Kofasaltiđ" átti eftir ađ verđa bylting í starfi okkar Arnars.
Eftirfarandi texti fjallar um ţetta allt saman.
Myresyre
(Arnar Freyr Vilmundarson / Páll Jakob Líndal)
Myresyre, myresyre, kofasalt, kofasalt
myresyre, myresyre, kofasalt, kofasalt
Annar texti kom líka til okkar, og var sá byggđur á sívinsćlli sögu um Rómverska riddarann og er eftirfarandi:
Rómverskur riddari
(Arnar Freyr Vilmundarson / Páll Jakob Líndal)
Rómverskur riddari réđst inn í Rómaborg
rćndi ţar og ruplađi rúbínum og risagimsteinum.
Rigning var og rosa rok.
Reiđur rýtinginn hann reif af risavöxnum róna
sem rćktađ hafđi rófur, rabbabara og rúsínur!!
Hvađ eru mörg R í ţví?
Bćđi lögin voru mjög rokkuđ og undirleikur var á smurolíutunnur og hlöđudyr (reyndar var hćtt ađ nota hlöđudyrnar til undirleiks, eftir ađ viđ vorum eitt sinn spurđir, hvađ hefđi eiginlega komiđ fyrir dyrnar ... en ţađ sást "ađeins" á ţeim eftir flutning laganna). Upptökur fóru ţví miđur aldrei fram á ţessum góđu lögum.
Nokkrum mánuđum síđar, á Seltjarnarnesinu, nánar tiltekiđ heima hjá Arnari, fćddist ţetta textabrot ... ţví miđur man ég ekki meira af ţví. Upptaka fór fram á ţessum texta, en hefur hún nú glatast, geri ég ráđ fyrir.
Algjör
(Arnar Freyr Vilmundarson / Páll Jakob Líndal)
(texta vantar) ...
Algjör byrja, algjör byrja,
algjör, algjör kaktus ...
Pabbi minn er algjör feitur flóđhestur!!
Einn góđur texti var líka samin í samvinnu viđ Palla frćnda minn. Sá texti var tileinkađur playmói, leikföngum sem viđ elskuđum.
Playmóbíl
(Páll Eiríksson / Páll Jakob Líndal)
Ég leik međ playmóbíl,
ég elska playmóbíl.
O je!!
Síđast en ekki síst ber ađ nefna mjög vandađan texta sem viđ brćđur, ég og Stebbi, sömdum saman uppi í rúminu hennar ömmu, um svipađ leyti og frćgđarsól Bjartmars Guđlaugssonar skein sem skćrast og hver smellurinn rak annan. Texti okkar brćđra var viđ hiđ sívinsćla lag "Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin". Hafđi textinn beina skírskotun í heimilislífiđ á Bergstađastrćtinu og var hann eftirfarandi:
Viský og ákavíti
(Stefán Jón Jeppesen / Páll Jakob Líndal)
Viský í hádeginu, ákavíti á kvöldin,
Palli drekkur ţetta allt saman af stút.
Viský í hádeginu, ákavíti á kvöldin,
Mamma er orđin hundleiđ á ţessum drykkjurút!!
Ţegar viđ fluttum svo lag og texta fyrir ömmu, varđ hún í stuttu máli, ekki hrifin, bađ okkur ađ láta ekki nokkurn mann heyra ţetta og bađ Guđ almáttugan ađ varđveita okkur. Ţrátt fyrir ađ vilja allt fyrir ömmu okkar gera, skelltum viđ skollaeyrum viđ ţessari bón hennar og enn í dag, lifir textinn góđu lífi.
Athugasemdir
einhver besta bloggfćrsla í sögu mannsandans. deginum bjargađ.
frex (IP-tala skráđ) 16.4.2008 kl. 08:54
Bara snilld! Ég man eftir ţessum texta hennar Laugu, hann var mikiđ sunginn á tímabili viđ mikla gleđi söngmanna (en sennilega fárra annarra). Ţínir textar eru vissulega mun fjölbreyttari og innihaldsmeiri. Viđ Lauga eigum ţó eitt afrek í sönglistinni sem ekki verđur frá okkur tekiđ. Ţađ er ţegar viđ sungum stanslaust hástöfum kátir voru karlar minnir mig, sitjandi á kerru sem dregin var eftir holóttum moldarvegi frá Kálfárdal og niđur ađ "vegi". Tilgangurinn var, auk ţess ađ skemmta okkur, ađ verđa alveg ţegjandi hásar. Ţađ eina sem viđ uppskárum hins vegar var ţykkt ryklag sem ţakti okkur frćnkurnar, ţar međ taldar tennur og munn. Snýturnar úr okkur báru ţessu ferđalagi okkar einnig merki. Okkar fallegu smástelpuraddir voru hins vegar alveg jafn sterkar og fallegar ţrátt fyrir ţessa illu međferđ okkur til sárrar skapraunar :O)
Helga Guđrún (IP-tala skráđ) 19.4.2008 kl. 10:53
Hahahah... já alveg rétt, ţessu var ég búin ađ gleyma. Alltaf vorum viđ jafn svekktar ađ verđa ekki hásar eftir öskrin :) Ţetta var bara snilld!
Ég var nú reyna ađ muna textan er viđ sömdum viđ smjattpattalagiđ... "Jóna jarđaber og Solla sítróna, Kalli kartafla... " svo man ég ţví miđur ekki meir :(
Lauga (IP-tala skráđ) 20.4.2008 kl. 00:37
Smá leiđrétting. Ţetta var nú ekki alveg rétt hjá mér í fyrri athugasemdinni ... ţví máliđ var ađ ég og Helga sömdum lag um Smjattpattana, en ţví miđur er ég búin ađ gleyma textanum ađ mestu leyti ... en man ţó "Jóna jarđarber og Solla sítróna, Kalli kartafla ... ". Annađ hefur gleymst :(
Lauga (IP-tala skráđ) 20.4.2008 kl. 00:45
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.