11.3.2008 | 12:38
Yfirlit yfir nćstu daga
Ţađ er óhćtt ađ ţađ séu spennandi tímar framundan hjá Múrenunni og spúsunni.
Fyrir liggur ađ fara suđur til Melbourne nćstu helgi og vera ţar laugardag, sunnudag og mánudag.
Planiđ er ţannig ađ Múrenan og spúsan taka nćturlestina til Melbourne á föstudagskvöldiđ og munu ţví mćta úthvíld til leiks á laugardaginn. Á laugardeginum verđur borgin skođuđ hátt og lágt, og til ađ mínúta fari ekki til spillis, keypti spúsan bók um Melbourne í dag. Á nćstu dögum verđur rýnt í hana til ađ átta sig á ţví hvađ skemmtilegast er ađ sjá og gera.
Um kvöldiđ munu Múrenan og spúsan svo gista hjá móđursystur Crightons, sem á einmitt heima í Melbourne. Hversu heppilegt er ţađ nú eiginlega?
Á sunnudagsmorgninum verđur, eins og áđur hefur veriđ tilkynnt um á ţessari síđu, stefnan sett á Albert Park í ţeim tilgangi ađ horfa á 2008 Formula 1 ING Australian Grand Prix. Deginum verđur sjálfsagt variđ í ađ glápa á kappaksturinn og eitthvađ honum viđkomandi (Múrenan hefur ekki hugmynd um hvernig á eiginlega ađ horfa á kappakstur ... en jćja ... ), en hápunktur dagsins og ferđarinnar verđur um kvöldiđ ţegar KISS stígur á stokk.
Einhvern tímann eftir tónleikanna verđur svo aftur fariđ ađ sofa, en í ţetta skiptiđ verđur ţađ á einhverju forkunnarfögru hóteli.
Mánudagurinn verđur notađur til frekari skođunarferđa, alveg ţangađ til nćturlestin til Sydney sígur af stađ um kl. 19.30 ţađ kvöld. Um 11 klukkustundum síđar mun hún renna í hlađ á ađaljárnbrautarstöđinni í Sydney.
Ţá tekur viđ undirbúningur á nćstu tónleikum sem verđa í Acer Arena í Sydney á fimmtudagskvöldiđ, ţađ kemur sjálfsagt engum á óvart ađ ţeir tónleikar eru líka međ KISS!! G.J. móđir Múrenunnar á einmitt afmćli ţennan dag og Múrenan veit varla um betri leiđ til ađ fagna ţeim áfanga, sérstaklega vegna ţess ađ afmćlisbarniđ er 16.000 km í burtu!!
En allavegana stefna nćstu dagar í ađ verđa "Rock and roll all nite, and party every day"!!!
Athugasemdir
Ekki vissi ég ađ Múrenan hefđi áhuga á Kiss Ţetta verđur örugglega frábćrt og vonandi verđa Kissararnir í jafngóđum gír og í Reiđhöllinni 1988...fyrir 20 árum síđan!! Byrjuđu ţeir ekki annars á fćđingarári Múrenunnar? Ótrúlegir rokkhundar.
Formúlan er víst heilmikiđ upplifelsi. Frćndi minn fór eitt sinn međ vini sínum til Spánar á slíka keppni. Viđ innganginn ađ keppnissvćđinu ráku félagarnir augun í sölubás ţar sem seldir voru eyrnatappar. Ţegar vinurinn sagđist ćtla ađ kaupa sér eyrnatappa hló frćndi ađ honum og sagđist ekki vilja neina helv.... tappa í eyrun, hann vildi sko fá ţetta alltsaman beint í ćđ! Ţeir sátu á besta stađ, nálćgt brautinni og ţar sem bílarnir ná mestum hrađa. Á fyrsta hring leit frćndi međ skelfingarsvip á vin sinn og benti á eyrun á sér. Vinurinn brosti, rétti honum tvo eyrnatappa og sagđi: Ég hef fariđ áđur á formúlu!
Ţannig ađ...ekki gleyma eyrnatöppunum!
Stjóri (IP-tala skráđ) 13.3.2008 kl. 03:52
Múrenan ţakkar Stjóra fyrir góđ ráđ ... reyndar er búiđ ađ pakka eyrnatöppunum, en ţađ var ekki vegna formúlunnar heldur vegna tónleikanna. Eftir KISS-tónleikana í Hartford, CT fyrir tćpum 5 árum, hét Múrenan ţví ađ fara ekki aftur á KISS-tónleika án eyrnatappa. Ţađ tók hálft ár ađ koma eyrunum í rétt horf á nýjan leik eftir ţá skemmtun!!
Páll Jakob Líndal, 13.3.2008 kl. 09:20
Flott er, ţetta verđur vika eyrnatappanna:)
Stjóri (IP-tala skráđ) 13.3.2008 kl. 20:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.