Hjólakaupin eru helber sannleikur!

Því til sönnunar að Múrenan keypti sér hjól um daginn, eru í færslu þessari, birtar myndir af umræddu hjóli og eiganda. 
En til að halda því til haga, má geta þess að hjólið var vígt í dag með formlegum hætti, þegar 40 km voru lagðir af baki ... geri aðrir betur!!!


Rennt í hlað eftir 40 km hjólatúr


Múrenan hefur hér numið staðar fyrir utan Bourke Street.  Takið eftir hversu hjálmurinn fer henni vel!!!


Sigrinum endanlega fagnað og búið að taka hjálminn ofan.

Múrenan vonar nú að efasemdaraddir þagni ... þessar þrjár myndir sýna allt sem sýna þarf í þessu máli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, það virðist eitthvað til í þessu hjá þér:) Til hamingju með gripinn og 40 km vígslurúntinn!

Stjóri (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Múrenan þakkar Stjóra fyrir góðar kveðjur og fagnar því að hann hefur sannfærst um tilvist eignarhaldsins á hjólinu.

Páll Jakob Líndal, 9.3.2008 kl. 11:51

3 identicon

Innilega til hamingju með fákinn - hvernig er það - er þetta ekki svo gott hjól að góður möguleiki er á því að hjóla hingað heim???

smalinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband