Spúsan bætir við sig ári

Jæja, þá á spúsan afmæli í dag og það er fernt, sem er sérlega merkilegt við þennan afmælisdag hennar hér í Sydney.


Spúsan var glaðbeitt í afmæliskaffinu í dag

Í fyrsta lagi hefur veðrið aldrei verið nánda nærri jafn gott og það er nú þennan afmælisdaginn.  Venjulegt veður er snjór, rigning, rok og/eða slydda en nú er verið að tala um 27°C, sól og golu ... afskaplega huggulegt.

Í öðru lagi getur hún haldið upp á afmælið í 35 klukkutíma eða allt frá því klukkan sló miðnætti hér í Sydney, sem gerðist fyrir um 18 klukkutímum, þar til hún slær næst miðnætti á Íslandi sem verður eftir um 17 klukkutíma.  Þetta hlýtur að teljast til talsverðra forréttinda!!

Í þriðja lagi hefur spúsan heldur aldrei fyrr verið ólétt á afmælisdaginn sinn.  Slíkt hlýtur að teljast mjög eftirsóknarvert og þess má geta að Miss Dawkins frænka spúsunnar, sem einmitt er líka ólétt þessa dagana, mun til dæmis ekki fá að njóta þeirrar ánægju, nema hún fari 15 vikur framyfir eða eitthvað álíka.

Í fjórða lagi hefur spúsan aldrei fyrr orðið 34 ára og þegar þetta er skrifað eru enn rúmar 3 klukkustundir í að 34 árum séð, svona strangt tiltekið ... hún ku vera fædd kl. 10.20 ... Múrenan ætlar svo sem ekki að draga orð Króksgellunnar, móður spúsunnar, í efa.  Króksgellan var náttúrulega á staðnum, en það sama verður ekki sagt um Múrenuna, sem var ómálga reifabarn suður í Reykjavík, þegar umrædd athöfn átti sér stað norður á Sauðárkróki.

En endilega sendið spúsunni heillaskeyti á heimasíðunni hennar www.123.is/lauga, og kannski fáið þið jólakort í þakklætisskyni ... hver slær nú eiginlega höndinni á móti slíku???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með spúsu þína!

Mundu að í dag er dagurinn sem þú átt að fara eftir kafla 14 - 16 í bókinni "Hvernig skal gleðja spúsu mína" sem við skrifuðum saman um árið á Akureyrinni. Lestu líka kafla 18-42 "Hvernig skal sinna óléttri spúsu minni" og sérstaklega aukaefnið á bls. 1423 - 1429 "Hvernig skal sinna óléttir spúsu á afmælisdegi"

 Já það er flókið að eiga spúsu sem á afmæli og ólétt - enda ákvað ég eftir að við skrifuðum þetta leiðbeiningarrit að hætta alfarið við að eignast konu.... og hefur það gengið bara vel að eiga bara mann, enda er bókin sem fylgir því aðeins 2 blaðsíður :)

smalinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Takk fyrir þetta!! Man eftir bókinni, það versta er að ég gleymdi henni heima á Íslandi ... verð þá bara að notast við vefútgáfuna af bókinni ;)
Það er bara svo helvíti lengi verið að "downloada" henni, öllum 5490 blaðsíðunum.

Það var góð ráðstöfun hjá þér að skipta úr kvenmönnunum yfir í karlmennina ... núna situr maður nefnilega laglega í súpunni! 

Góð tímasetning líka á færslunni, aðeins 1 mínútu áður en hið raunverulega afmæli gekk í garð!! :)

Páll Jakob Líndal, 6.3.2008 kl. 11:24

3 identicon

ég þoli ekki að vera mínútu of fljótur á mér :) bið innilegrar afsökunar á þessum látum í mér :)

smalinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband