2.3.2008 | 23:02
Spennusagan Megong - 2. kafli A-in tvö í Frankfurt
4. febrúar 2008 - Frankfurt, fimmta stærsta borg sameinaðs Þýskalands, er ein helsta viðskipta- og fjármálaborg þessa volduga ríkis og stendur á bökkum árinnar Main.
Flugvél Icelandair svífur yfir úthverfum Frankfurt
Flugvallarrútan ók eftir hlykkjóttu gatnakerfi Frankfurt Am Main. Það var greinilegt að íslenska flugfélagið Icelandair var ekki meðal þeirra hæstskrifuðu á þessum flugvelli. Múrenunni fannst hálf niðurlægjandi að þurfa að stíga frá borði, ganga niður tröppur og inn í rútu, sem síðan þeystist með farþega óravegalengd áður en hægt var að stíga fæti inn í sjálfa flugstöðvarbygginguna. Rútan nam staðar við dyr þar sem stóð Termial 2.
Nokia-farsíminn í vasa Múrenunnar pípti. Múrenan tók hann upp og las eftirfarandi smáskilaboð frá Sauma: Þið verðið að hafa strax upp á Fritz Altman, skrifstofu hans er að finna á Zeit 34, 4. hæð."
Við getum ekki verið lengi hér", sagði spúsan, þegar hún hafði rennt niður síðasta pizzubitanum á Pizza Hut-veitingastaðnum, í nágrenni við dýragarðinn, sem er tiltölulega miðsvæðis í borginni. Sko ... klukkan er að detta í hálfþrjú og ég veit að Altman yfirgefur skrifstofu sína alltaf um hálffjögurleytið. Þeir segja að eftir að hann veiktist, verði hann hafa hlutina með þeim hætti, samkvæmt læknisráði. Forstjóri Leitz hefur ítrekað það aftur og aftur að fyrirtækið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að Altman nái sér og málið upplýsist."
Hvernig stóð á því að hann var allt í einu hundeltur ... "
Nú, Altman komst að því hvernig málum hafði verið háttað, hvernig frú Agentauer hafði auðgast af tölvubraskinu í Póllandi ... þú veist að Tölvuvinnslustofan er rækilega flækt í málið!"
Spúsan fékk sér sopa af vatninu. Það er meðal annars þess vegna sem þeir segjast ekki geta gert neitt fyrir diskinn ... en nú fer ég á klósettið og þegar ég kem aftur verður þú búinn að borga og við förum."
Múrenan fyrir utan skrifstofu Altmans við Zeit, skömmu fyrir fundinn.
Á skrifstofu Fritz Altman var regla og snyrtileg umgengni í fyrirrúmi. Pennahylkið á skrifborðinu var í nákvæmlega beinni línu við ferhyrnda stækkunarglerið, sem var hornréttri stefnu við hornið á glasamottunni. Á mottunni stóð glas og í því var vatn. Á veggnum hékk smekklega upphengd mynd af gamalli konu í svörtum kufli, með stóran gylltan hring á höfðinu og í vinstri höndinni hélt hún á eldspýtustokki. Altmann sagði þetta vera ömmu sína, ... flóttakonu í seinna stríði.
Ég get í raun ekki sagt ykkur meira", sagði Altman lágum rómi og rétti Múrenunni harða diskinn. Þetta samtal við Altman hafði verið allt annað en þægilegt, hann hafði bæði verið aggressífur" og ýtinn, allt að því dónalegur að mati Múrenunnar.
Þið verðið að fara niður í Hauptwache, ganga svo niður Breite Gasse og áfram niður að ánni. Frú Agentauer er þar oft síðdegis að gefa fuglunum. En sé hún ekki þar, þá finnið þið hana sennilega á Willy Brandt torgi í námunda við upplýsta evrumerkið. Hún er í brúnum jakka og með húfu ... en komið ykkur nú af stað." Altman brýndi raustina undir það síðasta og fékk í kjölfarið hóstakast, þar sem hann sat í stólnum.
Beygt var niður Breite Gasse
Á leiðinni niður að Alte Brücke var Múrenan hugsi. Gat verið að Altman leyndi þeim mikilvægum upplýsingum? Hann hafði verið svo allt öðruvísi en þegar þeir höfðu hittst í Sofiu árið 2004, þegar Múrenan var þar ásamt Raddbandafélagi Reykjavíkur. Múrenan sagði samt ekkert.
Spúsan virtist hafa litlar áhyggjur þessa stundina og nam til dæmis staðar við vegg einn.
Spúsan og veggurinn
Við verðum að halda áfram ...", sagði Múrenan höstuglega.
Bíddu rólegur, hér gætu leynst verðmætar upplýsingar ... þú verður að læra að lesa umhverfið maður!!" Spúsan hélt áfram að horfa á vegginn.
Ég gef ykkur kóðann ... og það verður að duga að svo stöddu." Frú Agentauer stóð andspænis Múrenunni og spúsunni. Þessi harði diskur er svokallaður djinser" diskur, sem þýðir að kóði, lykilorð, uppfærsla og aðgangur er aldrei aðgengilegur hjá sama aðila á sama tíma. Sagði Altman ykkur það ekki?"
Þegar Múrenan og spúsan komu niður að ánni var frú Agentauer að gefa fuglunum
Múrenan horfði grunsamlega á hana. Ég ætla hringja í Future ... " Frú Agentauer vék sér frá parinu.
Óvænt tíðindi ... Future er í Dubai", tilkynnti Agentauer stuttu síðar og hann getur hitt ykkur þar á fimmtudaginn ... ég veit að Condor flýgur til Dubai í kvöld. Tékkið á því hvort það er laust með vélinni ... "
Múrenan og spúsan yfirgáfu frú Agentauer. Áin Main rann silkimjúk undir Alte Brücke, Múrenan sá fugla í fjarska. Þetta voru nokkuð snotrir fuglar, sem svifu létt og lipurlega fram og aftur ...
Þau gengu upp að Willy Brandt torginu til að skoða hið margrómaða upplýsta evrumerki, en því næst héldu tóku þau lestina út á flugvöll.
Spúsan við evrumerkið
Framhald ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.