29.2.2008 | 23:45
Spennusagan Megong - 1. kafli. Fundurinn
30. janúar 2008 - Reykjavík, gjarnan kölluð borgin við sundin. Handan þeirra rís Esjan, með sinn hæsta punkt í 909 metrum yfir sjávarmáli og í norðri blasa Skarðsheiðin og Akrafjall við.
Í borginni er Alþingi Íslendinga en einnig mjög mörg tölvufyrirtæki. Í götu einni austarlega í borginni er húsnæði Tölvuvinnslustofunnar að finna en fyrirtækið sérhæfir sig í margvíslegri þjónustu varðandi tölvur. Uppi á annarri hæð höfðu átt sér stað grafalvarlegar samræður.
Harði diskurinn hefur verið blokkaður að hluta til og við höfum ekki aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru að finna". Múrenan beit í neðri vörina og þagði.
Svitadropi lak niður enni tölvusérfræðingsins og hann hélt áfram: Það er ekki annað í stöðunni en að taka aðra tölvu, annars ... " Múrenan stóð upp og gekk út að glugganum. Rimlagluggatjöldin voru dregin fyrir. Múrenan skaut vísifingri og löngutöng inn á milli tveggja rimla og glennti þá varlega í sundur. Ofurlítil ljósglæta skein inn í rökkvað herbergið.
Hún sneri sér við. Ertu að segja mér að diskurinn geti hrunið á hverri stundu og upplýsingar á honum glatast??" Hún horfði þráðbeint í augu sérfræðingsins.
Já ... ég er að segja það."
Fjórum klukkustundum síðar var stemningin heldur rafmögnuð á kaffistofu ráðgjafafyrirtækisins G.J. Lausna, þar sem Múrenan sat og át dýrinds sveppasúpu.
Múrenan ýtti súpuskálinni frá sér. Hún staðnæmist úti miðju borði og svolítið af súpunni skvettist út á borðið.
Herrann vill ómögulega meira?", spurði frú Guðlaug, um leið og hún greip skálina.
Hvar er spúsan?" hreytti Múrenan hranalega út úr sér.
Hún er úti með fyrrum samstarfsfólki sínu, þér ætti að vera um það kunnugt! Það er nú ekki svo lítið búið að ræða það." Frú Guðlaug bar súpuskálina yfir að vaskinum.
Hafðu upp á henni fyrir mig! Strax!!"
Hvað segirðu, er diskurinn að hrynja??! Hvað er ég búin að segja þér það oft að við þurfum flakkara??" Múrenan gat ekki haft símtólið nærri eyranu, þegar spúsan var í þessum ham. Það hlutu allir á kaffihúsinu Uppsölur, þar sem hún var stödd, að heyra hvað þeim fór á milli.
Má ég biðja þig um að tala ekki svona hátt?!?" Múrenan varð ergileg. Til að geta keypt flakkara þarf peninga og þá höfum við ekki."
Nei, en við höfum heldur ekki efni á að tapa öllum gögnunum ... hvað heldur þú að G.J. segi þá??!?"
Enn einu sinni notaði hún þessi rök, Múrenan vissi það alveg að gögnin voru ómetanleg en hvað átti svo sem að gera? Peningarnir voru ekki til.
Tala við þig seinna." Spúsan skellti á.
1. febrúar 2008. Í húsi í Þingholtunum var verið að undirbúa samkomu.
Ertu búinn að kaupa gosið??", spurði G.J forstýra G.J. lausna, Múrenuna. Nú er fólkið að koma eftir hálftíma ... ?!?"
Ég skal bara sjá um þetta ... vertu ekki að hafa þessar endalausu áhyggjur." Múrenan reyndi að sýnast sjálfsörugg og hæfilega kærulaus.
G.J. var ekki skemmt. Hún þreif þéttingsfast í jakka Múrenunnar.
Heyrðu nú, karlinn minn?? Er það ekki alveg á hreinu hver gefur fyrirskipanirnar hérna??!! Eitt svona svar í viðbót og þú veist næst af þér úti á gangstétt!!!"
Múrenan þornaði í munninum.
Haa?!? Jú, jú ... ég ætla að hringja í Stjóra og biðja hann um að koma við í búð á leiðinni hingað ... " G.J. kinkaði kolli því til samþykkis, leysti takið rólega og gekk í burtu.
Svona var Múrenan þegar G.J. spurði hana um hvort gosið væri á leiðinni
G.J. leit yfir herbergið. Liðsmenn voru að týnast inn.
Djöfullinn ... fimm agentar hafa boðað forföll ... !!" hvíslaði hún hvasst í eyra Múrenunnar, ... og það er ekki nógu gott!! Og svo kemur Blómasalinn ekki."
En hvað með þá Glitnismenn??"
Þeir eru meðal hinna fimm sem koma ekki."
Þannig að við komumst þá ekkert áfram með það mál í kvöld ...??" Múrenan spurði hikandi.
Af hverju ekki?? Strúna og Messíana koma!!"
Nújá?!?"
G.J. reyndi að sjá hverja vantaði enn. Þarna voru Saumi og Vandráður, Dísa, B. Brjánsson, Króksgellan, hafnfirski sjúkraþjálfarinn, Dexter og Melissa. Þar að auki vissi G.J. af spúsunni og ungfrú Austurbæ í öðru herbergi.
Saumi var tilbúinn í að taka að sér mikilvæg verkefni
Mínúturnar liðu. Loks kom Strúna og stuttu síðar Messíana. Með í för voru Fúfú og Frauti. Ekkert bólaði á Stjóra og Miss Dawkins.
Messíana og Frauti mættu loks á fundinn
Hvar í andskotanum eru þau??" G.J. beindi orðum sínum til Múrenunnar. Forstýran hafði áhyggjur af því að liðsmennirnir yrðu viðþolslausir ef þeir þyrftu að bíða mikið lengur í hinu reykfyllta bakherbergi. Augljós merki farin að koma fram, Vandráður að sofna, B. Brjánsson að sýna spilagaldra og Króksgellan að tékka mannskapinn af.
Króksgellan tékkar hvort Fúfú sé ekki að einbeita sér að verkefni kvöldsins
En loks birtist parið, sem beðið var eftir.
Og það er þá niðurstaða fundarins í kvöld, í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp, að Múrenan og spúsan fari strax í fyrramálið að leita lausna. Saumi, Dísa, Stjóri og Miss Dawkins útvega þau gögn sem nauðsynleg eru, hafi samráð við Dodgerinn og gögnin verði tilbúin í síðasta lagi á sunnudagskvöld. Skilið??"
Já."
Stjóri, Miss Dawkins og spúsan hlusta einbeitt á ræðu G.J.
By the way ... hvar er Dodgerinn í kvöld?", spurði G.J.
Var hann boðaður?", spurði Saumi á móti, ég heyrði í honum í dag og hann minntist ekkert á það ... "
Hvaða klúður er þetta eiginlega??!?" Múrenan fékk ill augnaráð frá G.J. Hún hélt svo áfram: Króksgellan fer norður svo fljótt sem auðið er og sér til þess að bækistöðvar þar séu tilbúnar. Skilið??"
Það verður allt undir kontról", svaraði Króksgellan yfirvegað og hallaði sér aftur í stólnum, sneri höfðinu lítillega og blés hnausþykkum vindlareyk framan í Múrenuna, sem sat næst henni. Náðu í malt!" skipaði hún, Múrenunni.
G.J. hélt áfram. Aðrir koma aftur hér til fundar á sunnudaginn kl. 11. Þá er mikilvægt að Glitnissamsuðan mæti ásamt Vertinum. Dexter mætir fyrir hönd Blómasalans ... er það skilið Dexter?!?"
Já."
Svo þarf að tryggja að Lena unga verði hér ... ég sé um það!"
Í lok fundar, G.J. Vandráður, Stjóri og Miss Dawkins
Framhald ...
Athugasemdir
Þú byrjar Spennusöguna Megong svo sannarlega á byrjuninni! Við hefðum líklega ekki keypt gosið í Krónunni, svona á háannatíma, ef við hefðum vitað hversu brothætt staðan raunverulega var! Ansi skemmtileg nöfnin á gestunum en ég veit ekki alveg hvað mér finnst um myndbirtingarnar...fólk verður stundum svo grettið á myndum
Stjóri (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.