Miðvikudagur

Það er alveg ljóst að líf Múrenunnar er farið að taka stakkaskiptum hér í Sydney, eftir daufa daga til að byrja með ... þessi dagur hefur til dæmis verið alveg feykilega góður ...

Til dæmis slapp Múrenan alveg við að éta grillaða hamborgara í boði skólans í hádeginu í dag, einungis vegna þess að hún áttaði sig ekki á grillpartýinu, fyrr en hún hafði borðað nestið sitt að upp til agna. 
Málið var að í morgun útbjó Múrenan besta nestispakka ævinnar, það var pasta með sveppum og góðri sósu, hvítlauksbrauð, grískt salat og æðislegar ólífur.  Í hádeginu meðan hún át þetta, hlustaði hún á torkennilegt hljóð sem barst inn um opinn gluggann, en af einhverjum ástæðum taldi Múrenan að hljóðið kæmi frá loftræstikerfinu ... en allavegana ... til að gera langa sögu stutta barst hljóðið frá grilli sem var úti á veröndinni.

Þegar Crighton félagi Múrenunnar spurði hana hvort hún ætlaði ekki að tékka á BBQ-inu, gat Múrenan ekki hugsað sér það ... pakkfull af góðgætinu sem áður hefur verið nefnt.  En eftir að Chumporn og Crighton óskuðu heitt og innilega eftir kompaníi, gaf Múrenan eftir og mætti á staðinn.  Hún borðaði samt ekkert, eins og áður hefur komið fram.

Upp úr kaffileytinu fóru Múrenan og Crighton svo á "orientation week", en svo kallast kynningarvika nýnema hér í Háskólanum í Sydney.  Í "o-week" eru hin ýmsu félög að kynna starfssemi sína og vægast sagt margt í boði.  Að minnsta kosti kom Múrenan til baka með fulla vasa af bæklingum og öðru "stöffi".  Þarna var til dæmis kafaranámskeið, surf-námskeið, fótbolti, kórar, sjálfboðaliðastarf fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Camping Safari, skylminganámskeið, Búdda-félag og fleira og fleira.  Múrenan ætlar nú að hella sér út í eitthvað skemmtilegt meðfram náminu ... svo mikið er ljóst!!

Í kvöld var svo æfing hjá Gladesville Ryde Magic FC U-14, þar sem Múrenan ku ráða ríkjum upp að ákveðnu marki. Æfingin gekk mjög vel, en meðan á henni stóð gerði þrumuveður, með tilheyrandi rigningu. Á T-skyrtu og stuttbuxum varð Múrenan holdvot á mjög stuttum tíma ... sem var æðislegt!!
Strákarnir spurðu hvort þetta veður væri verra eða betra en á Íslandi ... það er auðljóst að þeir hafa aldrei komið til Íslands!!!

En jæja, á morgun mun fyrsti hluti ferðasögunnar birtast hér á bloggsíðunni ... og eins og áður hefur komið fram verður hún dimm, drungaleg og dýrsleg, jafnvel hættuleg viðkvæmum sálum, en ... hún verður fagurlega myndskreytt!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband