Tölvuhreinsunin

Í gær datt Múrenunni það snjallræði í hug að skreppa með fartölvuna í smá yfirhalningu, láta hreinsa eitthvert innantómt rusl sem hefur af einhverjum ástæðum, sem Múrenan kann ekki að skýra, safnast fyrir einhvers staðar í tölvunni ... ekki er hægt að fara út í nánari útlistingar á því, því Múrenan skilur ekki baun í tölvum ...

En jæja, afgreiðslumaðurinn spurði hvort Múrenan vildi setja eitthvert þak á upphæðina, sem verja ætti í þetta "tölvu-make-over", klukkutíminn væri seldur út á 6.000 krónur og vænta mætti að það tæki 5-6 klukkutíma að yfirfara tölvuna.  Þar að auki þyrfti að dytta að hinu og þessu og slíkt myndi að sjálfsögðu leggjast á reikninginn ...

Múrenan hafði fyrirfram gert sér í hugarlund að þetta gæti nú bara ekki kostað meira en 10.000 krónur ... en skyndilega blasti við reikningur upp á hugsanlega ekkert minna en 50.000 ... Múrenan lagði saman 2 og 2 og komst að þeirri niðurstöðu að best væri að setja þakið á 20.000 krónur, enda tölvan sögð "gömul".

Adam var ekki lengi í Paradís, því eftir klukkutíma var hringt og Múrenunni tjáð það að harði diskurinn væri um það bil að "krassa" og það væri ekkert vit í öðru en að kaupa nýja tölvu ... ódýrasta á 80.000 krónur!!! 

Það er óhætt að segja að peningarnir streymi út upp úr vasanum hjá fólki þegar tölvur eru annars vegar ... stórlega ofmetin fyrirbæri!!

Í dag fyrirlítur Múrenan tölvur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður þá að leggjast á bekkinn hjá sjálfum þér ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Andrés Skúlason

Ég verð bara að segja þér að ég skellti upp úr þegar ég las bloggið þitt í kvöld, þú átt þó samúð mína alla varðandi tölvugarminn þinn. Þetta eru í flestum tilvikum leiðinda tæki, samt ómissandi og hagnýt að mörgu leyti.   
En manstu eftir því um daginn þegar við vorum að vinna með sitt hvora fartölvuna í Aðalskipulaginu og ég taldi mig þá heyra torkennilegt hljóð,  en gat hinsvegar ekki með nokkru móti áttað mig á því hvaðan það kom. 
En eftir miklar vangaveltur bárust hinsvegar böndin tölvunni þinni sem og kom á daginn og ekki kæmi mér það nú á óvart að það hefði eitthvað með harða diskinn að gera. Passaðu þig nú bara að taka afrit af diskinum áður en hann hrynur endanlega.  Sé þig annars hressan á föstudaginn.      

Andrés Skúlason, 30.1.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband