Aðalskipulag, grein og Fischer

Óhætt er að segja að þessi dagur hafi heldur betur verið árangursríkur ... skipulagsvinnan mokaðist áfram, hreinlega mokaðist áfram.  Klárlega er Djúpavogshreppur á barmi þess að fá besta aðalskipulag á landinu!!
Hvet alla til að lesa  Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020 þegar það kemur út!!  Og skoða myndirnar ... Andrés oddviti er mikill ljósmyndari og verður skipulagstillagan ríkulega myndskreytt!!

Svo væri náttúrulega hægt að þvæla um fallinn meirihluta í Reykjavík ... en Múrenan ætlar ekki að gera það.  Hinsvegar lýsir Múrenan þungum áhyggjum af því að Daggi skuli vera hættur að vera borgarstjóri.  Ástæða þess er að fyrir nokkrum dögum hún sendi Dagga póst, þar sem hún skoraði á hann og þáverandi borgarstjórnarmeirihluta, að huga vel að gömlum húsum í Reykjavík!!  Áhyggjurnar snúast því um það hvort  Daggi áframsendir póstinn til Óla F. eða ekki??

Og úr því að Múrenan er farin að ræða gömul hús í Reykjavík, þá er rétt að benda góðum lesendum heimasíðunnar á það að í Morgunblaðinu sl. laugardag var grein eftir Múrenuna, sem bar heitið "Er friðun andstaða framfara?"  Alveg rosalega góð grein!!
Raunar er hægt að lesa greinina ef smellt er hérna.

Jæja, en sem sagt Múrenan er í feiknaformi enda fréttir dagsins fjörugar ... vesenið innan Framsóknarflokksins getur nú ekki annað en lýst skammdegið allhressilega upp!!

Svo má náttúrulega spyrja sig, hvernig í ósköpunum stuðningsmannaklúbbur B. Fischers missti af jarðarförinni hans ... ??  Ef eitthvað er að marka hádegisfréttir Stöðvar 2, þá sat klúbburinn á "neyðarfundi" vegna væntanlegrar útfarar, á sama tíma og athöfnin fór fram. 
Múrenan verður að segja að þótt henni hefði fundist fullmikið í lagt að jarðsetja skákhetjuna við hliðina á Jónasi Hallgrímssyni, fannst henni heldur lítið gert úr þessu öllu saman þegar garpurinn var lagður til hinstu hvílu nokkra sentimetra frá gangstétt í Laugardælakirkjugarði í Flóa án þess að varla nokkur maður vissi það ... !!  

Múrenan lætur svo eina mynd fylgja svona til gamans ... snjóstrókur æðir niður hlíðar Krákhamarsfjalls á Melrakkanesi, en Melrakkanes skilur að Hamarsfjörð og Álftafjörð ...

Snjóstrókur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ  hæ þú veist að versti dagur ársins var í gær þann 21. jan. Ég er nefnilega að kommenta í dag 22. jan. Þannig að það er ekkert skrítið að meirihlutinn sé fallinn. Þetta var allavega ömurlegur dagur hjá mér. Það eina góða við hann var að ég drullaði mér á bókasafnið og fékk mér góða dátann....

Þóra (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:29

2 identicon

Snilldar mynd... glæsileg!

Sigurlaug Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband