27.11.2007 | 08:45
Lynyrd Skynyrd
Fyrir nokkrum vikum fann Múrenan þessa video-klippu á www.youtube.com og góðir lesendur ... þetta er ekki klippa með KISS ... ótrúlegt!!!
Klippan er af hinni stórgóðu hljómsveit Lynyrd Skynyrd, þar sem hún á tónleikum flytur hið geysivinsæla lag "Sweet home Alabama" ...
Hvaða tónleikar þetta eru, hefur Múrenan ekki hugmynd um en þeir eru einhvers staðar í Bandaríkjunum, einhvern tímann á tímabilinu 1974 - 1977. Ef einhver veit betur ... það um að gera að setja upplýsingarnar í athugasemdaboxið.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta lag ... það er frábært í upprunalegri útgáfu, eins og það kemur fyrir á plötunni Second Helping en Múrenan fullyrðir að þessi hljómleikaútgáfa er enn betri en "originallinn"!!
Taktu 6:14 mínútur frá og komdu þér í góðan fíling!!
Athugasemdir
Þetta er snilldar útgáfa af þessu frábæra lagi. Gaman að sjá hvað allir eru eðlilegir þarna og í góðum fíling. Einhver spekingurinn segir í athugasemdunum við lagið að þetta sé frá tónleikum á Englandi árið 1976 en hvort það er rétt hef ég ekki hugmynd um.
Halldór (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:58
helvíti gaman að þessu. ég var einmitt að syngja þetta í nótt alveg bláedrú samt.
Þóra (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.