Ferðaplan í febrúar

Fyrir utan að vinna eins og fálki, við skriftir og lestur, ... já og fótboltaþjálfun, er Múrenan að velta fyrir sér hvort rétt sé að koma við í Sameinuðu arabísku furstadæmnum, þegar haldið verður aftur til Sydney í febrúar ... spúsan segist vera til í allt ...

... það er náttúrulega ekkert vitlaust að klippa þetta langa flug niður í búta ...

Keflavík - London - Dubai - Singapore? - Sydney

Hljómar þetta eitthvað spennandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldrei... bara byrjað að plana langt fram í tímann. Ég er bara rétt byrjuð að hugsa um daginn á morgun. Annars líst mér vel á þetta plan. Þið eruð nú meira ævintýrafólkið.

Þóra (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Fyrirhyggja hefur nú aldrei verið sterkasta hlið Múrenunnar ... en þar sem flogið er yfir hálfan hnöttinn, er hyggilegra að huga snemma að flugfargjöldum sem hækka dag frá degi. 

Annars má geta þess að ákvörðun hefur verið tekin ... Múrenan og spúsan munu, ef Guð lofar, lenda á alþjóðaflugvellinum í Dubai rétt fyrir átta að morgni 5. febrúar nk., eftir vonandi gott flug frá Frankfurt ...

Síðari leggurinn hefur ekki enn verið ákveðinn en hugsanlega verður hann beint yfir til Sydney ...

Páll Jakob Líndal, 27.11.2007 kl. 00:09

3 identicon

Þetta hljómar ekki illa! Þið gætuð náttúrulega millilent í Bagdad á leiðinni til Dubai...svona ef þið viljið hámarksspennu

Halldór (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Múrenan hefur reynt að fá vegabréfsáritun vegna millilendingar í Bagdad en menn þar á bæ eru eitthvað tregir til ... hvað veldur, hvað heldur ... er ekki gott að segja!

Páll Jakob Líndal, 28.11.2007 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband