Skiltið

Loksins, loksins ... Múrenan er að verða "important" ...

Af hverju?

Hún hefur fengið nafnið sitt á hurðina á skrifstofu 556, sem er að finna á fimmtu hæð Wilkinson-byggingarinnar, sem hýsir arkitekta-, hönnunar- og skipulagsdeild Háskólans í Sydney ...

Að fá skiltið, sem nafnið er letrað á, hefur ekki verið átakalaust ... alltént hefur það tekið um fjóra mánuði að útbúa það ...

Það var ekki fyrr en Ann Christian, umsjónarkona hér í byggingunni gekk í málið að hlutirnir tóku kipp.


Fingur Múrenunnar bendir á hið eiginlega nafn hennar sem er víst Páll Jakob Líndal, en því miður gat Ann Christian ekki útvegað breiða sérhljóða á viðeigandi stöðum, þrátt fyrir einlægar óskir Múrenunnar, þannig að Pall Jakob Lindal verður að duga.

Að sjálfsögðu miðast uppröðun nafnaskiltanna á hurðina við mikilvægi þeirra sem bera viðkomandi nafn ... með öðrum Múrenan er mikilvægust og best!!!

Athugasemdaboxið hér á síðunni er tilvalinn staður fyrir hamingjuóskir vegna frábærs árangurs ... og hamingjuóskir eru vel þegnar!!


Múrenan hæstánægð með skiltið ... enda mikilvægur áfangi hér á ferðinni!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju gamli. þetta er frábært!

frex (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:50

2 identicon

Að sjálfsögðu þurfti kvennmann til að kippa þessu í liðinn! Það er greinilega eins sama hvoru megin á hnettinum menn eru :) Til lukku með skjöldinn góði minn, þetta er afskaplega falleg sjón (fyrir utan skort á breiðum sérhljóðum að sjálfsögðu).

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 10:56

3 identicon

Til hamingju með þennan mikilvæga áfanga! Þú reddar nú bara breiðu sérhljóðunum með hvítri málningu. Maður sér það strax á hinum nöfnunum að þú ert í góðum félagsskap: Chumporn Moorapun, Leilei Xu og síðast en ekki síst Margaret Pope! :)

Halldór (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:07

4 identicon

Hjartanlega til hamingju með áfangann!

Dagrún (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:59

5 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Múrenan þakkar fyrir innkomnar hamingjuóskir ... þær eru gulls ígildi ...

... en Múrenan gefur lítið fyrir það að það hafi þurft kvenmann í verkið, því hver kvenmaðurinn á fætur öðrum var búin að lofa því að redda málunum og ekkert gerðist!!  Þetta sýnir miklu frekar hvurslags brimbrjótur Ann Christian er ...

Málningarvinnan sem Halldór minnist á, er umhugsunarinnar virði ... klárlega

Páll Jakob Líndal, 21.11.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband