16.11.2007 | 00:33
Að gera í buxurnar
Múrenan hefur yndi af orðatiltækinu "að gera í buxurnar". Á sú aðdáun rætur að rekja til þess að í orðatiltækinu felst ákaflega smekkleg útlisting á heldur óæskilegri athöfn, en eins og margir vita er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að nota ruddalegt og allt að því viðbjóðslegt orðfæri til að lýsa umræddum gjörningi.
Föður Múrenunnar var tamt að nota þennan frasa, hér á árum áður ...
"Passaðu þig nú að gera ekki í buxurnar", sagði hann, þegar Múrenan fór mikinn við að sýna líkamlegan styrk sinn ... til dæmis við að lyfta stórum steinum eða berja niður girðingarstaura. Og Múrenan hló og hafði gaman af ... kannski fyrst og fremst vegna þess að hún "gerði ekki í buxurnar", þótt kannski hefði litlu mátt muna stundum.
En af hverju að vera að ræða um þetta?
Jú, ástæðan er einföld ...
Þótt Múrenan hafi gaman af orðatiltækinu, þá hefur hún ekki gaman af því að framkvæma umrædda athöfn og skipar sér þar með á bekk með flestum sem eru eldri en 2ja ára. Það hins vegar kom ekki í veg fyrir það að Múrenan "gerði í buxurnar", lýtalaust og af umtalsverðu öryggi, þegar hún fór mikinn í lýsingu á "massífri" lögregluaðgerð í Redfern, á blogginu í gær ...
Í bloggfærslu gærdagsins sagði eftirfarandi:
"Ibuar Redfern, en thad er nafn ibudarhverfisins, sem logregluadgerdinni er beint ad ... vita ekki hvadan a sig stendur vedrid ... en Murenan thykist vita thad ...
... malid er einfalt ... "
Og í kjölfarið kom útlisting á því vandræðaástandi sem ríkir í málefnum fólks af frumbyggjaættum í Ástralíu og ástandinu í Redfern ... svo sagði í færslunni:
"Adgerd dagsins midast ad thvi, samkvaemt heimildum Frettastofu Murenunnar i Sydney (FMS) ad uppraeta eitthvert bull, sem er og hefur verid i gangi i Redfern, radast inn a heimili, gera hluti upptaeka, handtaka og fangelsa ogaefufolkid ... "
Þessar heimildir voru hins vegar bara rugl og þvæla frá upphafi til enda ...
Það sem raunverulega gerðist var að það kviknaði í húsi í Redfern klukkan 8 í gærmorgun og lögreglan lokaði götum til að forðast óþarfa umferð á vettvangi. Samkvæmt öruggum heimildum FMS, voru fjórir fluttir á sjúkrahús, einn með alvarleg brunasár ...
Múrenan er sannleikselskandi og vill því leiðrétta stórfrétt gærdagsins ... og viðurkennir það enn og aftur að hún "gerði í buxurnar"!!
Athugasemdir
Æjæ, ekki gaman að gera í buxurnar! Svakaleg harka er í blogginu þessa dagana, færslurnar hrúgast inn :)
Dagrún (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:07
Jebbsss ... nú verður tekin smá lota ...
Páll Jakob Líndal, 17.11.2007 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.