27.9.2007 | 13:35
Fyrirlesturinn!!
Þegar þetta er skrifað, er heldur betur farið að styttast í að frænka Múrenunnar, Steinunn Vala Sigfúsdóttir, stigi í pontu á ráðstefnunni "Trjágróður til yndis og umhverfisbóta" sem haldin er á vegum Sumarhússins og garðsins, útgáfufyrirtækisins sem gefur út tímaritin "Sumarhúsið og garðinn" og "Gróandann". Fyrir þá sem það ekki vita er Múrenan einn af pennum þessara blaða ... og hefur skrifað margar góðar og gagnorðar greinar í þessi blöð á síðustu misserum, sem ekki nokkur einasti maður ætti að láta framhjá sér fara ...
En aftur að ráðstefnunni ... það sem er merkilegt, að mati Múrenunnar, við það að frænkan Steina, er brátt að fara að stíga í pontu til að flytja fyrirlestur, er að Múrenan barði saman umræddan fyrirlestur. Já, lesandi góður, hér í Sydney hefur Múrenan unnið að fyrirlestri sem fjallar um tré og áhrif trjágróðurs á líðan fólks. Vonandi áhugaverðar pælingar fyrir einhverja, sem á fyrirlesturinn hlýða ...
Það er samt ótrúlega gaman fyrir Múrenuna að vera um það bil að fara að sofa á sama tíma og fyrirlestur sem varð til í hausnum á henni, er að fara út í loftið, hinum megin á hnettinum!!!
Í þessu tilfelli, eins og svo margsinnis oft áður, kemur berlega í ljós hversu "massíf" nútímatækni er, fyrirlesturinn ásamt glærusýningu, sendur á rafrænu formi mörg þúsund kílómetra á nokkrum sekúndum eða sekúndumbrotum ... ótrúlegt!!
Múrenan getur nú farið að sofa róleg ... vitandi það að Steina frænka mun rúlla þessu upp ... það er ekki nokkur spurning!!!
Og ef þú lest þetta, Steina mín ... þá segir Múrenan bara "break a leg"!!
Athugasemdir
Gangi þér vel mín sæta Steina....sniðug þessi tækni. En á blogginu mínu er ég einmitt búin að setja inn myndina af trénu mínu fyrir utan gluggann minn, að vetri til og sumri - er ekki frá því ég sé hressari með allt svona grænt og fallegt! Hlakka til að sjá myndir frá golfinu í gær. Adíós mate. P.s. til hamingju með maraþonið...
Fjóla Spóla (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:45
Heheheh.. takk fyrir kveðjurnar Fjóla og Bobbi!
Reyndar er ég búin að flytja fyrirlesturinn núna... og gekk bara prýðisvel að ég held!!! :) Ákaflega montin af því að fá þetta hlutverk hjá honum frænda mínum!
Góða nótt Ástralíubúar! mmmvah... :*
Steina Vala (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.