25.9.2007 | 13:47
Maraþonhlaupið!!
Ryðst nú Múrenan aftur fram á ritvöllinn, eftir nokkurt hlé ... þetta er endalaust kapp við tímann ...
En jæja, nóg um það!!
Það sem skal fjallað um nú er sigur Múrenunnar, já síðastliðinn sunnudag sigraði Múrenan sjálfa sig!!
Og hefst nú sagan af því ...
Á laugardeginum fyrir viku skráði Múrenan sig í sitt fyrsta maraþon-hlaup ... góðir lesendur, Múrenan tilkynnti á bloggsíðu sinni í maí síðastliðnum að hún ætlaði að hlaupa maraþon-hlaup í september og þess vegna skráði hún sig í Sydney-maraþonið ásamt um 1530 keppendum!!
Á sunnudaginn síðasta var svo komið að því að standa við stóru orðin ...
Múrenan byrjaði daginn á því að vakna of seint ... eða klukkan 6.00 í stað 5.15, þannig að tími til undirbúnings var afar takmarkaður, því meiningin var að ná lestinni klukkan 6.25. Það tekur um korter að labba niður á lestarstöð þannig að glöggir stærðfræðihausar geta séð að einungis voru 10 mínútur til umráða ... hita hafragraut, borða hafragraut, fara í fötin, bera á sig sólarvörn, finna sokka, taka til nesti og sitthvað fleira!!
Þetta tókst nú samt og Múrenan var mætt við ráslínuna við norðurenda Hafnarbrúarinnar miklu hér í Sydney, klukkan 7.15 þegar skotið reið af ... markmið Múrenunnar var að skila sér í mark á innan við 4 klukkustundum.
Fyrstu kílómetrarnir voru náttúrulega bara djók ... ógeðslega léttir!! Reyndar rumskaði Múrenan aðeins þegar hún krossaði 10 km línuna og í sömu andránni kom úr gagnstæðri átt Julius nokkur Maritim frá Kenýa, sem var þá um það bil að klára 24 km. Þess má geta að Júlli vann hlaupið nokkuð örugglega á 2:14:37. Eða til að setja hlutina í samhengi ... hann kláraði hlaupið nokkrum mínútum eftir að Múrenan tölti léttilega yfir línuna sem markaði að hlaupið væri hálfnað ... en þess má geta að Múrenan hljóp hálfa maraþonið (eða 21,0975 km) á 2:02:26, sem er svona allt í lagi, enda var hún að spara sig fyrir hinn helminginn.
Jæja, en upp úr þessu fór heldur að versna í því ... þreyta fór að segja til sín og tók því að reyna á hinn andlega styrk!! Þegar 23 km voru sigraðir, taldi Múrenan sér trú um að hlaupið færi nú að styttast verulega, enda ekki eftir nema um 19 km!! Þetta virkaði vel, og næst þegar Múrenan athugaði voru 26 km að baki ... svo 28 km!! Þegar því marki var náð, var málið farið að vandast allverulega, enda kraftarnir orðnir af skornum skammti. Frá og með kílómetra nr. 29 var hver kílómetri gaumgæfilega talinn ... "30, 31, 33, nei andskotinn, gleymdi ég að telja 32!!"
Jæja, en með einhverjum hætti hafði Múrenan sig þó í mark ... 42,195 km sigraðir á ...
fjórum klukkustundum, fjörutíuogsex mínútum og þrjátíuogátta sekúndum eða 4:46:38!!
Langt frá upphaflegu markmiði ... en allavegana ... Múrenan kláraði dæmið!!
Tölfræðin er þessi:
Múrenan varð nr. 1232 af um 1530 keppendum en 1363 luku keppni.
Hún varð nr. 965 í karlaflokki af 1058 sem luku keppni.
Hún varð nr. 205 í aldurshópi 30-34 ára af 214 sem luku keppni.
En þess má geta að Múrenan var örugglega eini keppandinn sem dansaði þegar hún nálgaðist endalínuna ... tapaði vafalaust dýrmætum sekúndum en dansinn var stiginn til að skemmta áhorfendum, sem mættir voru!!
Múrenan lætur þetta duga í bili af maraþoninu, en vel getur verið að hún "analyseri" hlaupið betur á næstu dögum ... að síðustu eru nokkrar myndir ...
Múrenan á hlaupum ... alltaf hress ... gerir allt fyrir áhorfendur!!
Dansinn stiginn skammt frá marklínunni!!
Múrenan komin heim og fagnar áfanganum ... gjörsamlega búin á 'ðí!!
Múrenan lá fyrir það sem eftir lifði dags ... gat varla hreyft sig ...
... og morguninn eftir ... "Jesús, hjálpi þér!!"
Ps. Múrenan myndi mjög gjarnan þiggja að fá huggulegar athugasemdir í athugasemdaboxið sitt ... oft þarf hún á stuðningi að halda, en sjaldan eins og nú!!
Athugasemdir
til hamingju gamli. nú þarf ég víst að gera þetta aftur til að bæta tímann þinn :) eða við getum reynt saman einhvers staðar? sjáum hvað setur.
frex (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:26
Jibbí!! Þetta er magnað!! Til hamingju með árangurinn!!! Það er ekkert grín að klára maraþon!
Er það þá misskilningur að það þurfi að undirbúa sig kannski í ár eða meira áður en maður tekur þátt í maraþoni...það var búið að segja mér það!
Benný (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:44
Hjartanlega til hamingju með árangurinn!!! Geggjað flott hjá þér :D
Dagrún. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:24
Kærar þakkir ... Múrenan þakkar frex, Benný og Dagrúnu innilega fyrir athugasemdirnar ... !!!
Múrenan ætlar að reyna aftur við maraþon ... hún þarf að bæta tímann, þannig að frex minn kæri, Múrenan er meira en til í að tölta kílómetrana 42,195 í góðum félagsskap. Þess má geta að reglulega eru maraþon haldin hér í Ástralíu, þannig að það gæti verið eitthvað til að stefna á (??) ... ;)
Nikulás frændi Múrenunnar sagði Múrenunni það nokkrum dögum fyrir maraþonið, að undirbúningur fyrir maraþon ætti að taka um eitt ár ... en Múrenan vissi það bara ekkert. Múrenunni fannst svo sem ekkert óeðlilegt að taka þrjá mánuði í undirbúning ... en sér núna að það var kannski í það stysta ;) . Þannig að Benný, þetta er kórrétt hjá þér ;) !!
Páll Jakob Líndal, 25.9.2007 kl. 21:37
Vel af sér vikið Bobbi
Ég gæti þetta ekki þó ég reyndi ... þú ert hetna
sigrún frænka (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 00:30
Frábært að klára heilt maraþon...til hamingju! Ótrúleg tilhugsun að hlaupa frá kl.7:15 til rétt rúmlega hádegis, og það án kaffitíma eða pásu. Ég hef fulla trú á að Múrenan, nú reynslunni ríkari, stórbæti tímann í næsta maraþoni jafnvel þó hún komi dansandi í mark
Halldór (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 02:05
Þú ert snillingur!!!
Mátt aldeilis vera stoltur af þessu!
Til hamingju :) :) :)
Annaklara (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:40
Múrenan þakkar fyrir mjög svo huggulegar athugasemdir ... og tekur undir orð Halldórs um að það hljómar, jú dálítið sérkennilega að vera að hlaupa frá klukkan 7.15 til klukkan 12 að hádegi ...
En aftur kærar þakkir!!! :)
Páll Jakob Líndal, 27.9.2007 kl. 13:12
Jæja til lukku með þetta. Það er mikið að þú takir þér lífstíl eldri bróður þíns þér til fyrirmyndar nema að tíminn var ekki alveg að gera sig og bara slakur, ég myndi nú alveg taka þetta á 3,30
Bestu kveðjur frá mér og mínu klani Stebbi
SJKJ (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:32
Kærar þakkir bróðir ... já, rétt segir þú, það var kominn tími til að taka upp lífstílinn ;) !! Þú leyfir mér kannski að teika næst þegar þú hleypur maraþon ... :)
Páll Jakob Líndal, 27.9.2007 kl. 13:43
Getur ekki verið að þú hafir eytt þessum 10 mín um morguninn i of mikla upphitun - þú ættir nú að vera búinn að læra það að of mikil upphitun er ekki góð upphitun :)
en mikið er ég feginn hvað við skiptum hlutunum bróðurlega á milli okkar - þú sér alfarið um maraþonin og ég sé alfarið um að drekka bjórinn! en hvernig er það - þarf ég þá að taka 43 bjóra næst eða hvernig virka þessi hlutföll???? :)
smalinn sjálfur (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 04:00
Thetta voru ord i tima tolud hja Smalanum!! Audvitad ... Murenan hitadi alltof mikid upp!! Og their sem voru vidstaddir ithrottadag MA-VMA skolaarid 1990-1991i Ithrottahollinni a Akureyri vita ad slikir hlutir geta verid storkostlega varasamir ... en thad verdur ekki farid nanar ut i thad ad thessu sinni ;) .
Hlutfollin virka einhvern veginn thannig ad smalinn verdur ad drekka 42,195 litra af bjor a innanvid 5,5 klukkustundum, en 5,5 klukkustundir var "cut-off"-id i marathoninu. Thad er leyfilegt ad liggja i ruminu naestu 24 klukkustundir eftir thatttokuna og thad er lika leyfilegt ad geta "varla" hreyft sig eftir 24 klukkustundir, med thvi skilyrdi ad madur komi ser tho i vinnu eda skola ... Thetta er sma askorun ... marathonid var thad lika!!! ;)
Páll Jakob Líndal, 2.10.2007 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.