10.9.2007 | 22:16
Ólík viðmið
Í gær, spurði Sha-bo, félagi Múrenunnar frá Taiwan, hvað byggju margir á Íslandi. "300.000" svaraði Múrenan um hæl og til öryggis skrifaði hún töluna niður, vitandi það að fólk frá þessum heimshluta, þar sem íbúafjöldi er talinn í milljónum, skilur ekki íbúafjöldann á Íslandi.
Eftir bakföll af undrun, reisti Sha-bo sig við og spurði í fullri alvöru: "Þekkir þú alla á Íslandi?"
Já, það er óhætt að segja að viðmiðin eru ólík. Sjálfur segist Sha-bo koma frá mjög litlum bæ í Taiwan, svona 200.000 manns sem búa þar. "Mjög lítill bær."
Taiwan er um þrisvar sinnum minna en Ísland og íbúafjöldi þar er 23.000.000. Efnahagsástand er gott og kínverska heimsveldið því sólgið í yfirráð yfir eyjunni litlu ...
Hver man ekki eftir "Made in Taiwan"??
Athugasemdir
Hér eru tæplega 3 á ferkílómetra en í Taiwan um 640 manns um hvern ferkílómetra. Ekki skrýtið að Sha-bo þurfi að melta þetta aðeins!
Halldór (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 02:38
Sú nálægð sem sá þéttleiki hlýtur að hafa í för með sér gæti einnig útskýrt af hverju Sha-bo þykir það bara nokkuð líklegt að þú þekkir alla hér heima á klakanum. Ætli hann þekki ekki sjálfur eða kannist amk við í sjón, alla hina sirka 199.999 íbúana í sínum heimabæ enda kemst hann varla langt án þess að hnjóta um nokkra þeirra í amstri dagsins. Ef hann vinnur í um 5 km fjarlægð frá heimili sínu þarf hann skv. þessu að fara í gegnum fólksþvögu um 3200 samborgara sinna til að komast þangað á meðan við gætum í mesta lagi vænst þess að hitta um 15 hræður á sömu veganlengd hér heima á klaka. Við þetta bætist að í Taiwan eru þeir örugglega allir fótgangandi eða á hjóli og geta því heilsast eins og siðmenntað fólk en hér eru allir einir á ferð í einkabílnum og því ekki miklir möguleikar á innihaldsríkari samskiptum en þeim að þegja saman á rauðu ljósi... :o)
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.