24.8.2007 | 14:35
Múrenan á leik í Hyundai A-League
Múrenan fór á völlinn í kvöld ásamt spúsunni ... opnunarleikur í fyrstu umferđ í áströlsku deildinni, "Hyundai A-League" ... Sydney FC tók á móti Central Coast Mariners á Sydney Football Stadium ...
$18.00 miđinn ţannig ađ verđinu er klárlega stillt í hóf, enda kannski ekki mestu snillingar heimsins ađ spila hér í Ástralíu ... ţó hefur Múrenunni veriđ sagt ađ nokkrir séu býsna snjallir en jćja ... Til viđmiđunar fyrir lesendur má geta ţess ađ Harry Kewell hjá Liverpool er besti ástralski fótboltamađurinn og Juniniho, hinn brasilíski, já hinn sami og lék einhvern tímann međ Middlesbourgh í ensku deildinni, ef Múrenuna misminnir ekki, er ađalkarlinn í boltanum hér, nýgenginn til liđs viđ Sydney FC. Hér er mynd af honum úr leiknum í kvöld ...
Robbie Fowler, fyrrum markamaskína Liverpool var einnig í sigtinu hjá Sydney FC, og hefđi örugglega gert svipađa hluti fyrir ástralska boltann og David Beckham fyrir ţann bandaríska ... jaaa, og ţó ...
Lesendur geta svo sjálfir fundiđ út hvort ástralska deildin sé eitthvađ, sem vert er gefa gaum ... en ţess má ţó geta ađ deildin, í núverandi mynd er tiltölulega ný ... sögu hennar má lesa í stuttu máli hér.
Jćja, en Múrenan ákvađ ađ gefa ástralska fótboltanum gaum, mćtti galvösk 6 mínútum of seint á völlinn og viti menn, Múrenan var ekki búin ađ fá sćti ţegar framherji Central Coast Mariner, Sasho Petrovski, skorađi. Undirtektirnar á vellinum voru ekkert sérstakar ... og heitustu stuđningsmenn Sydney FC, sem eru stađsettir á ţeim hluta stúkunnar sem kallast "The Cove", púuđu ... stórmannlegt ţađ eđa hitt ţó heldur!!! Hér er mynd af The Cove!!
Eftir markiđ gerist nú svo sem lítiđ markvert, nema ađ áđurnefndur Juniniho, tók eina ansi góđa rispu, sólađi nokkra og komst inn í markteig en í stađ ţess ađ skjóta á %&#% markiđ, ţá sneri hann viđ nánast á marklínu, gaf eitthvađ út í teig og fćriđ rann út í sandinn ... ţessi mynd sýnir ţegar hann var á hrađri leiđ inn ađ markinu og markvörđurinn kominn á hnéin ...
Í hálfleik flutti Múrenan sig ... Spúsan fylgdi á eftir ... Stefnan var sett á hinn enda stúkunnar, ţađ er ađ segja viđ mark Central Coast Mariners. Besti stađurinn til ađ vera á ţegar Sydney FC myndi skora!!!
En ţađ var óskhyggja ađ hálfu Múrenunnar ađ Sydney FC myndi skora. Ekki ţađ ađ í seinni hálfleik hafi ţeir ekki reynt. Sydneyingar reyndu af öllum mćtti ađ koma tuđrunni yfir marklínuna en ţađ var hćgara sagt en gert ... Juniniho og félagar héldu áfram ađ ţvćla boltanum inn í markteig, gefa einhverjar fáránlegar sendingar út í teiginn og allt strandađi á varnarmönnum Mariners. Ađ skjóta úr dauđafćrum var greinilega ekki skipun dagsins ... miklu frekar sóla tíu og rekja boltann yfir línuna!!!Ţeir bulluđu fram og aftur, út og suđur, og ekkert gekk ...
Og hér er bjargađ nánast á marklínu!!!
Múrenan tók ađ ćsa sig yfir ţessu ... "hver djöfullinn er ţetta eiginlega??" En ţađ virtist ekki duga ... ţví Sydney FC tapađi 0-1 fyrir framan 18.457 manns. Samt var nú mesta böggiđ í augum Múrenunnar sú stađreynd ađ völlurinn var ekki nema hálffullur ţví um 11.500 sćti voru tóm ... Já, Juniniho virđist ekki hafa kapasítet til ađ fylla Aussie Stadium ... ţađ er nćsta víst!!!
Á leiđinni heim fékk Múrenan heldur kaldar kveđjur frá gömlum karli, sem kallađi út úr bílnum sínum, ţegar Múrenan gekk yfir Anzac Parade: "Who won??!!! ... Hey sucker!!! Who won???!!!" Greinilega stuđningsmađur Mariners ţarna á ferđinni!! Einhvern tímann hefđi Múrenan líklega rokiđ í ţennan gaur ... en núna veifađi hún bara til hans ... svona eru tímarnir nú breyttir!!!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.