29.7.2007 | 12:42
Tungl veður í skýjum ...
Það er svolítið gaman að því að þegar maður hringir heim ... þá er iðulega spurt að því hvað klukkan sé hérna í Sydney ... og maður svarar og viðkomandi fer nær alltaf að hlægja. Já, þetta þykir skrýtið ... og það er það líka. Hnattræn staða gerir það að verkum að maður er staddur einhvers staðar í íslenskri framtíð ...
Hjá mér fer sunnudagurinn 29. júlí mjög fljótlega að renna sitt skeið á enda því klukkan hér er 10 tímum á undan þeirri íslensku og svona til skemmtunar þá læt ég eina mynd fljóta hér með því til staðfestingar ... hún var tekin af svölunum okkar í Bourke Street, fyrir rúmlega tveimur klukkustundum þegar klukkan var 10:30 að morgni að íslenskum tíma ... á sama tíma og margir Íslendingar voru að rísa úr rekkju og hugsuðu sér gott til glóðarinnar með sunnudagsmorgunmatinn ... Þá vorum við Lauga að huga að kvöldmatnum!!
Á myndinni veður vetrarmáninn í skýjum, hér í Sydney ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.